Efast um vitsmuni ráðherra Flokks fólksins

Samfélagið 9. des 2025

„Menntamálaráðherra virðist ekki vera „skólamaður“ í nokkrum skilningi. Að tala ekki ensku er eitt en að trúa því að maður geti það sem maður kann ekki er annað,“ segir Arnaldur Bárðarson prestur.

Mest hefur farið fyrir harðri gagnrýni á frammistöðu þingmanna og ráðherra Flokks fólksins hjá þeim sem stjórna hægri hlaðvörpum undanfarið. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor hefur bent á að Flokkur fólksins sé „veikasti hlekkurinn“ í ríkisstjórninni. Gagnrýnisraddir hafa þó komið úr fleiri áttum undanfarið en hjá yfirlýstum andstæðingum Flokks fólksins eða ríkisstjórnarinnar. Ekki síst eftir framlagningu Samgönguáætlunar þar sem Austfirðingar eru í sárum.

Í harðorðri samantekt sem Arnaldur prestur hefur tekið saman á facebook rifjar hann upp ýmis glöp að hans mati hjá oddafólki Flokks fólksins.

„Morgunkveðja ráðherrans í ræðustóli yfir erlendum gestum „I am a very good morning“ er þar á meðal og tungubrot er kemur að löngum og erfiðum enskum orðum sem „lætur mig efast um dómgreind ráðherrans,“ segir hann um Guðmund Inga.

„Nú verða skólastjórnendur landsins leiddir á höggstokkinn. Fróðlegt að sjá hverjir munu koma í þeirra stað. Líklega einhverjir sem ekki kunna að lesa og örugglega engir sem mæla á erlenda tungu,“ skrifar Arnaldur prestur.

Um Eyjólf Ármannsson segir hann: „Innviðaráðherra landsins virðist ekki nenna að lesa. Hann hafði sig ekki í gegnum 100 bls skýrslu um jarðgöng en stautaði sig gegnum lokaorðin. Eitthvað var þó lesskilningurinn bágur því höfundar skýrslunnar könnuðust ekki við endursögn ráðherrans á niðurstöðunum. Á lesleti þessa ráðherra hvíla örlög fólks sem fer um vegi á Austurlandi.“

Um Ingu Sæland segir hann: „Félagsmálaráðherra hefur haldið sig til hlés nema þegar hún lét leita að skópari í framhaldsskóla. Helsta mál ráðherrans var að efla dýrahald í blokkum. Nú geta öryrkjar og aldraðir glatt sig við að hafa kött sér til fóta til að hlýja kaldar tær á vetrarnóttum þegar bæturnar duga ekki bæði fyrir mat og orkureikningum. Oryrkjar munu líka læra að éta sama mat og kötturinn og spara þannig. Breytingar á örorkukerfinu virðast blekking sem engu skilar. Aðeins færslur á blaði, hækkun hér og lækkun þar. Sama útkoma nema það má fá sér kött í blokkina eða hund fyrir þau sem eru efnameiri og geta þá étið hundamatinn besta vininum til samlætis.“

Niðurstaða prestsins er eftirfarandi:

„Hræddur er ég um að flokkur fólksins lifi ekki af „frostaveturinn“ í ráðherradómi og varla eftir næstu kosningar. En sannleikurinn er auðvitað að vitsmunir ráðherranna eru vart á vetur setjandi. Ásetningsmaðurinn, forsætisráðherra, reynir að halda lífi í þessum „horkindum“ til vors. Magurt er það nú, hvernig verður það að vori?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí