Svik við Seyðfirðinga beri að leiðrétta á Alþingi

Það hefur blásið hressilega um ríkisstjórnina undanfarið og ekki síst innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson, Flokki fólksins vegna samgönguáætlunar. Íbúar á Austurlandi eru í sorg og mætti tala um vonleysi og uppgjöf hjá sumum jafnvel í kjölfar þess að fyrir liggur að Fjarðaheiðargöng eru ólíkleg að óbreyttu.

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum samgönguráðherra, fjármálaráðherra og formaður VG, ræddi þetta mál við Rauða borðið á Samstöðinni í gær. Hann segir um hrein svik að ræða og varar við að uppbygging samgönguinnviða komist í uppnám ef ráðherrar standa ekki við gefin loforð, líkt og Austfirðingum hafði verið gefið hvað varðar Fjarðaheiðargöng.

Þá segir Steingrímur að hægt sé að vinda ofan af svikunum. Eyjólfur ráðherra ætti að draga fyrri ákvörðun til baka. Alþingi bíði það verkefni að koma Fjarðaheiðargöngum aftur á dagskrá.

Hann telur fullvíst að Siglfirðingar og aðrir sem myndu njóta Fljótaganga, sem sett hafa verið í forgang, myndu fyrirgefa að þeirra samgöngubætur myndu bíða, enda hafi ríkt traust um að göng sé grafin í einum landshluta til annars. Allir hafi verið sammála um að röðin væri komin að Austirðingum. 

Áföll í atvinnusögu Seyðfirðinga séu viðbótarrök. Hætta sé á að millilandaferjan, sem er Seyðfirðingum mikil búbót, hætti að sigla til Seyðisfjarðar að óbreyttu og taki land við Eskifjörð eða Reyðarfjörð, sem yrði enn eitt áfallið fyrir Seyðfirðinga.

Sjá viðtalið við Steingrím með því að smella á myndina hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí