Handtekinn í Glasgow í nafni Hryðjuverkalaga eftir samstöðufund á Austurvelli

Nú á sér víða stað misnotkun á hryðjuverkalögum í nafni neyðarástands og öryggis og grundvallarréttindi okkar í stórhættu. Craig Murray, fyrrverandi sendiherra Breta, rithöfundur og uppljóstrari kom til Íslands sem gestur Kristins Hrafnssonar og fór með honum á samstöðufund með Palestínumönnum á Austurvelli í gær. Þeir köstuðu þar meðal annars kveðju á Ögmund Jónasson en allir hafa þeir barist fyrir frelsi Julian Assange. Í dag flaug Craig síðan til baka til Skotlands en var settur í hald á flugvellinum í Glasgow á grundvelli hryðjuverkalaga og af honum tekin raftæki og hann krafinn svara m.a. um mætinguna á Austurvelli.

Óþreytandi uppljóstrari sannleikans


Murray skrifar á samfélagsmiðla fyrir tveimur dögum að hann gæti ekki fordæmt árásir Hamas og bætti við að hann yrði líklega handtekinn fyrir að segja það. Murray hefur áður verið handtekinn fyrir að fara óhefðbundnar leiðir til að miðla sannleikanum. Hann hefur grafist fyrir um fjölda spillingar- og glæpamála á sínum ferli og var látinn úr embætti sem breskur sendiherra Uzbekistans þegar hann gerði opinskátt um mannréttindabrot í óþökk stjórnarinnar og mótmælti upplýsingaöflun með pyntingum. Hann skrifaði bók um málið sem var ritskoðuð í Bretlandi en hann birti ,,óbirtanlegu“ brotin úr textanum á heimasíðu sinni. Bókin heitir Murder in Samarkand; A British Ambassador’s Controversial Defiance of Tyranny in the War on Terror (2006).


Misnotkun hryðjuverkalaga

Kristinn Hrafnsson skrifar á samfélagsmiðla að honum hrylli við þessa misnotkun á Hryðjuverkalögunum í harðri baráttu gegn listamönnum, rithöfundum, blaðamönnum og baráttufólki. Hann veltir því fyrir sér hvort við séum að upplifa núna hraðskrið í átt að algjöru afnámi grunnréttinda okkar. ,,Ég spyr, er runnið algert andskotans ofsóknaræði á menn? Hversu lengi ætlar almenningur að líða svona hraðskrið í átt að algjöru afnámi okkar grunnréttinda áður en rétt þykir að vakna úr svefnrofanum.“

Fyrir tveimur dögum skrifaði Murray grein á heimasíðu sína um að fasismi á Vesturlöndum geri nú þjóðarmorð í Palestínu mögulegt og fer líka yfir misnotkun á neyðarlögum og hryðjuverkaógninni gegn saklausum borgurum og sérstaklega þeim sem berjast gegn viðsnúningi sannleikans. Hann nefnir til dæmis að Frakkar sem yfirleitt láti ekki stoppa sig í mótmælum hafi látið segjast þegar Macron bannaði mótmæli til stuðnings Palestínu, sjá https://www.craigmurray.org.uk/archives/2023/10/fascism-in-the-west-to-enable-genocide-in-palestine/

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí