Talsmaður stéttarfélagsins Verdi sagði. „Þrátt fyrir methagnað Lufthansa, fær starfsfólkið ekki að njóta. Starfsfólkið er burðarás fyrirtækisins og eiga skilið sanngjörn laun og góð vinnuskilyrði. Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnunarsamning“
Talsmaður Lufthansa Group sagði. „Við erum vonsvikin yfir því að Verdi hafi slitið viðræðum og gripið til verkfalla. Við höfum lagt fram sanngjarnt og sjálfbært tilboð sem tekur mið af efnahagsástandi og endurreisn flugiðnaðarins. Við hvetjum ver.di að snúa aftur að samningaborðinu og finna uppbyggilega lausn“
Í dag 1. febrúar, stendur yfir verkfall á helstu þýskum flugvöllum, þar á meðal þeim sem Mitteldeutsche Flughafen AG rekur. Áður, 28.-29. janúar 2024, voru verkföll á flugvöllum í Leipzig og Dresden. Auk þess hélt Lufthansa-starfsmenn á jörðu niðri viðvörunarverkfall á flugvellinum í Frankfurt þann 26. janúar 2024.
Flugvallarstarfsfólk, sem eru flestar láglaunastéttir, ver tekjum sínum fyrst og fremst í nauðsynlegar þarfir, því er það sérstaklega viðkvæmt fyrir verðbólgu, einkum þegar matar- og orkukostnaður hækkar mun meira en aðrir vöruflokkar.
Þeirra kröfur snúa að launahækkunum umfram verðbólgu, bættum vinnuskilyrðum ásamt auknu atvinnuöryggi og virðingu fyrir þeirra framlagi.
Mynd: Fermingar og affermingar – Starfsfólk vinnur hörðum höndum