Réttur manna til að ákvarða sjálfir hvort þeir fara inn á heimili sín eða í aðrar vistarverur í Grindavík er stjórnarskrárvarinn. Þess vegna frömdu yfirvöld og Almannavarnir brot á lögum með því að loka bænum á sínum tíma og svipta menn rétti til að búa heima hjá sér.
Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrum hæstaréttardómari. Í viðtali við Rauða borðið í kvöld fer lögmaðurinn hörðum orðum um yfirvöld.
Hann gefur lítið fyrir orð formanns verkalýðsfélags í Grindavík sem telur opnun bæjarins mikið óráð vegna hættu sem kunni að steðja að vinnandi fólki í bænum.
„Guð minn almáttugur, eru menn nú komnir í þá stöðu að verðalýðsforingjar eiga að ráða frelsi manna í landinu,“ segir Jón Steinar.
Jón Steinar segir borðleggjandi að málsókn hans fyrir hönd atvinnurekanda í Grindavík hefði unnist fyrir dómstólum og telur að þakka megi málshöfðuninni að bærinn hafi verið opnaður á ný.
Sjá brot úr viðtalinu hér: