Guð minn almáttugur – eiga verkalýðsforingjar að ráða frelsi fólksins í landinu?

Réttur manna til að ákvarða sjálfir hvort þeir fara inn á heimili sín eða í aðrar vistarverur í Grindavík er stjórnarskrárvarinn.  Þess vegna frömdu yfirvöld og Almannavarnir brot á lögum með því að loka bænum á sínum tíma og svipta menn rétti til að búa heima hjá sér.

Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrum hæstaréttardómari. Í viðtali við Rauða borðið í kvöld fer lögmaðurinn hörðum orðum um yfirvöld.

Hann gefur lítið fyrir orð formanns verkalýðsfélags í Grindavík sem telur opnun bæjarins mikið óráð vegna hættu sem kunni að steðja að vinnandi fólki í bænum.

„Guð minn almáttugur, eru menn nú komnir í þá stöðu að verðalýðsforingjar eiga að ráða frelsi manna í landinu,“ segir Jón Steinar.

Jón Steinar segir borðleggjandi að málsókn hans fyrir hönd atvinnurekanda í Grindavík hefði unnist fyrir dómstólum og telur að þakka megi málshöfðuninni að bærinn hafi verið opnaður á ný.

Sjá brot úr viðtalinu hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí