Umfangsmikil þjálfun íslenskra lögreglumanna vóg þungt í heildarkostnaði stjórnvalda við leiðatogafund Evrópuráðsins í Hörpu á síðasta ári.
Leyniskyttur og þungvopnaðir lögreglumenn út um allt settu mikinn svip á fundinn og miðborgina fyrir utan Hörpu. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, þingmanns flokks Fólksins, kemur fram að 645 íslenskir lögreglumenn lögðu lið auk 96 erlendra lögreglumanna og 117 annarra starfsmanna á vegum lögreglu.
Heildarkostnaður Íslands við leiðtogafundinn varð 1.324 milljónir. Þar af var hlutur utanríkisráðuneytisins á fimmta hundrað milljóna. Helstu útgjaldaliðir lögreglu voru skipulagsvinna sem kostaði 225 milljónir króna. Þjálfunarkostnaður íslenskra lögreglumanna einn og sér nam 123 milljónum króna.
Segi í svarinu að heildarútgjöld lögreglu hafi orðið hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Meiri þörf hafi reynst fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað frá útlöndum, sérhæfða bíla og lengri þjálfun en gert hafði verið ráð fyrir. Nefna má í þessu samhengi að þeir sem áttu leið um miðborg Reykjavíkur þegar fundurinn stóð yfir sáu fleiri svarta opinbera bíla en dæmi hafa verið um hér á landi og væntanlega nokkur hluti þeirra brynvarinn.
Í svarinu segir einnig að umfangsmikil þjálfun lögreglumanna hafi farið fram á undirbúningstíma fyrir fundinn vegna öryggishlutverks þeirra. Öll lögregluembætti landsins hafi lagt fram lögreglumenn fyrir þá þjálfun.
Sjá allt svarið hér: 1106/154 svar: kostnaður við leiðtogafund Evrópuráðsins | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is)