Kjarasamningar í höfn – útgjöld talin auka líkur á sölu Íslandsbanka

Samfélagið 7. mar 2024

Boðað hefur verið til undirritunar kjarasamninga milli verkalýðsfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í dag klukkan 17.

Ríkissáttsemjari boðar til fundarins en fundur með fulltrúum verkalýðsfélaga og forsætisráðherra fyrir hádegi gekk vel.

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninganna um fríar skólamáltíðir og aðhald í gjaldskrárhækkunum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu þó hjá og eru borgarfulltrúar flokksins gegn fríum skólamáltíðum. Þeit telja að leita eigi annarra leiða til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur og velferð, en í gegnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna.

Það eina sem hefði getað komið í veg fyrir samningana í morgun var ef sveitarfélög stæðu ekki við sitt eftir því sem forystufólk verkalýðsfélaganna hefur rætt opinberlega.

Þórdís Reykfjörð fjármálaráðherra sagði á Alþingi kjarasamningarnir myndu kosta ríkið mjög mikil fjárútlát. Segja þingmenn í minnihlutanum sem Samstöðin hefur rætt við að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætli að nota kjarasamningana sem réttlætingu fyrir lokasölu á bréfum ríkisins í Íslandsbanka.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí