Vinnbrögð ríkisstjórnarinnar eru stórskaðleg og kostnaður samfélagsins er gríðarlegur þar sem þrjár ríkisstjórnir reyna að starfa í landinu á sama tíma innan ósamstæðs meirihluta. Stefnuleysi og helmingaskipti skaða lýðræðið. Réttur neytenda er fyrir borð borinn.
Þetta sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður pírata í þættinum Þingið við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld. Þingið 25. mars – YouTube
Arndís Anna ræddi breytingar á búvörulögum sem haldið hefur verið fram að stangist á við lög. Hún sagði lögin til marks um að samkeppnissjónarmið yrðu undir. Fúsk einkenndi lagasetningu. Meirihlutinn hefði tamið sér mjög slæm vinubrögð með því að troða málum í gegnum þingið oft með mikum breytingum frá framlagningu. Þingmenn væru oft ekki með á nótunum hvað þeir væru í raun að samþykkja.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal gesta þáttarins. Hann sagði ekki skrýtið að meirihlutinn næði að troða sínum málum í gegn, því meirihlutinn réði ríkjum eftir kosningar. Það væri aldrei hægt að semja um öll mál þannig að allir væru sáttir. Enginn ágreiningur væri um Búvörufrumvarpið innan ríkisstjórnarinnar.
Jón benti þó á að miklu meiri breytingar væru að jafnaði gerðar á frumvörpum frá Alþingi frá því að þau væru fyrst lögð fram hér á landi en í nágrannalöndum.