Stökkbreytt fasteignaverð nánast útilokar unga kaupendur frá húsnæðiskaupum

Húsnæðismál 27. mar 2024

„Það hefur alltaf verið erfitt fyrir ungt fólk að eignast húsnæði,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í umræðu um vexti, lántökur, hátt fasteignaverð og fleira í umræðuþættinum ÞINGIÐ á Samstöðinni siðastliðinn mánudag.

Ekki er þó líku saman að jafna hjá ungu fólki sem gat keypt íbúð í Covid á engum vöxtum og þeim sem berjast við að skapa sér húsnæðisöryggi þessa dagana. Jón taldi hlutdeildarlánin brúa bilið fyrir unga kaupendur. Ekki væri við ríkisstjórnina að sakast að þúsundir íbúða vanti á markaðinn.

Á sama tíma vekur grein í Mogganum eftir Sigurð Ingólfsson töluverða athygli. Greinarhöfundur reiknar út að íbúð sem kostaði 35 milljónir króna árið 2015 ætti samkvæmt hækkun byggingarvísitölu að kosta 54 milljónir kr. í dag. En raunin er allt önnur. Slík íbúð kostar nú krónur 82 milljónir. Sem er til marks um vanda ungra Íslendinga sem virðast engin efni hafa á húsnæðiskaupum án stuðnings vina eða ættingja um þessar mundir.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, segir að byggingaraðilar og fasteignafélög hafi sogað til sín hundruð milljarða á fasteignamarkaði undanfarin ár í „okur- eða umframgróða“ eins og hann nefnir það. Fjárfestar hafi keypt megnið af húsnæðisframleiðslunni. Þeir láti leigjendur að hluta um að borga brúsann.

Grein Sigurðar hefur skapað fjölskrúðuga umræðu á samfélagsmiðlum um hvort sökudólgurinn er spilltir verktakar, íslenska, krónan, ömurleg efnahagssthjórn Sjálfstæðisflokksins eða hvort meinið liggi innan borgarstjórnar. Júlíus Bjarnason segir umræðu um greinina á facebooksíðu Stefáns Jóns Hafstein að einn maður sé öðrum fremur ábyrgur fyrir því hvernig komið er í húsnæðismálum í borginni. Sá heiti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri.

„Hann er einnig að hluta til ábyrgur fyrir hinni miklu verðbólgu á húsnæði og almennri verðbólgu með áratugalóðaskorti,“ segir Júlíus.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Sjá umræðu um húsnæðiskrísuna hér: Þingið 25. mars (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí