Þjóðminjasafnið í Wales að hruni komið – Skorið niður um jafngildi ríflega hálfs milljarðs króna

Ef ekki koma til verulegar fjárveitingar mun Þjóðminjasafnið í Cardiff neyðast til að loka. Húsnæði safnins er verulega illa farið en þar í ofanálag hefur welska ríkisstjórnin skorið fjárveitingu til Safnastofnunar Wales, sem rekur safnið auk sex annarra, niður um þrjár milljónir breskra punda, sem samsvarar ríflega hálfum milljarði króna.

Safnstjóri Þjóðminjasafnsins í Cardiff, Jane Richardsson, segir að þar að auki fylgi Safnastofnuninni 1,5 milljóna króna halli frá fyrri árum. Það þýði að líkur séu á að stofnunin neyðist til að skera niður í starfseminni og segja upp í það minnsta 90 starfsmönnum. Þjóðminjasafnið í Wales er stærsta og mikilvægasta safnið af þeim sem rekin eru undir hatti Safnastofnunarinnar. 

Richardsson segir að ástand Þjóðminjasafnsins sé afar bágborið og án þess að frekari fjárstuðningur komi til verði að loka því. „Þegar vatn lekur inn á safnið og rafkerfi þess er úr lagi gengið, þá er auðvitað knýjandi spurning um hver framtíð safnsins sé yfirhöfuð.“

Talsmaður Safnastofnunarinnar segir að ekki séu uppi átælanir um að loka Þjóðminjasafninu í Wales en hins vegar séu skemmdir á þaki þess mjög verulegar. Viðræður standi yfir við welsku ríkisstjórnina um að sérstök fjárveiting verði veitt til viðhalds byggingarinnar. 

Minnihlutastjórn Verkamannaflokksins hefur verið við völd í Wales frá kosningum árið 2021. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir hana hafa þurft að taka afskaplega erfiðar ákvarðanir í ljósi þess að núverandi fjárhagsáætlun væri um 700 milljónum punda lægri að raunvirði en hún var árið 2021. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí