Ekkert lát er á innsendum sparnaðartillögum frá íslensku þjóðinni.
Um hádegi í dag höfðu 2.364 Íslendingar sent erindi í samráðsgrátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, auglýsti eftir tillögum.
Margt er misjafnt í bunkanum.
Sigurður nokkur Erlingsson er í hópi þeirra sem hafa skoðun á hvað myndi skila bestu árangri í ríkisrekstri.
Hann telur brýnt að gera tjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni. Þá þurfi að auka fé í samgöngukerfinu og ekki síst strandflutningum. Bæta þurfi viðhald vega og uppreikna snjómokstur, það geti verið þjóðhagslega hagkvæmt að halda vegum utan þjóðvega opnum á veturna þótt snjói. Athygli vekur að allmargar aðrar tillögur snúa að meintum ólestri innan Vegagerðarinnar.
Þá vill Sigurður banna einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og bæta í staðinn við mönnun og verkferla í opinbera heilbrigðiskerfinu.
Rétt sé einnig að ganga úr Nató og leggja niður Varnarmálastofnun.
En rúsínan í pylsuenda Sigurðar er helvítis siðleysið í íslenskri stjórnsýslu.
Númer eitt sé að: „Ráðast gegn hinni íslensku spillingu!!!“ líkt og hann segir sjálfur.