Uppræting spillingar bæti hag ríkisins best

Ekkert lát er á innsendum sparnaðartillögum frá íslensku þjóðinni.

Um hádegi í dag höfðu 2.364 Íslendingar sent erindi í samráðsgrátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, auglýsti eftir tillögum.

Margt er misjafnt í bunkanum.

Sigurður nokkur Erlingsson er í hópi þeirra sem hafa skoðun á hvað myndi skila bestu árangri í ríkisrekstri.

Hann telur brýnt að gera tjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni. Þá þurfi að auka fé í samgöngukerfinu og ekki síst strandflutningum. Bæta þurfi viðhald vega og uppreikna snjómokstur, það geti verið þjóðhagslega hagkvæmt að halda vegum utan þjóðvega opnum á veturna þótt snjói. Athygli vekur að allmargar aðrar tillögur snúa að meintum ólestri innan Vegagerðarinnar.

Þá vill Sigurður banna einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og bæta í staðinn við mönnun og verkferla í opinbera heilbrigðiskerfinu.

Rétt sé einnig að ganga úr Nató og leggja niður Varnarmálastofnun.

En rúsínan í pylsuenda Sigurðar er helvítis siðleysið í íslenskri stjórnsýslu.

Númer eitt sé að: „Ráðast gegn hinni íslensku spillingu!!!“ líkt og hann segir sjálfur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí