Óvenju margir Íslendingar hafa greint með covid undanfarið. Vísbendingar eru um að aukin ferðalög nú yfir sumartímann eigi þátt í bylgjunni eftir því sem heilbrigðisyfirvöld benda á.
Fram hefur komið að líklegast sé að kórónavírusinn lognist aldrei alveg út af. Sóttvarnalæknir hefur líkt covid við hvef hvað það varðar.
Covid getur hins vegar tekið á sig alvarlegri mynd en slæmt kvef.
Fyrir bólusetningu urðu mörg dauðsföll. En áhrif bólusetninganna hafa ekki öll verið jákvæð og eru enn að koma fram. Margir þjást af langvarandi einkennum covid sem lýsa sér í sleni eða stórlöskuðum lífsgæðum. Sumir Íslendingar með long-covid hafa lýst líðan sinni ekki ósvipað og krabbameinssjúklingar.
Engin leið er að spá fyrir um hvernig þjóðum heimsins gengur að lifa með þessum skæða vírusi sem ógnaði öllu hagkerfi heimsins um tíma.
Samstöðin býr yfir upplýsingum um að vinahópur sem kom frá Kaupmannahöfn í síðustu viku hafi komið illa haldinn af covid heim og tveir hafi þurft að leita læknis.
Þá ferðaðist íslenskur kór til Skotlands á dögunum. Margir kórfélagar komu veikir til baka úr ferðinni.
Baráttunni er því langt í frá lokið. Fæstir brúka grímur frá degi til dags hér innanlands en ólíka sögu er að segja í sunum öðrum löndum, ekki síst á ferðalögum fólks.