Lítið mál að sjá hvað Þorvaldur kaus
Það má spyrja sig hvort komandi kosningar séu eins leynilegar og þær eiga að vera ef marka má upplifun Þorvaldar Gylfasonar, fyrrverandi hagfræðiprófessors. Hann segist hafa kosið utan kjörfundar í gær en atkvæði hans var sett í umslag, kirfilega merktu með hans nafni. Þorvaldur skrifar á Facebook:
„Kaus utan kjörfundar í dag og tók þá eftir því að atkvæðaseðill minn var lagður í lokað umslag ásamt blaði með nafni mínu. Þar eð það er eins manns verk að opna umslag er einsýnt að Kristín Edwald eða hver það nú verður sem opnar umslagið getur séð og skráð hjá sér hvað ég kaus. Ætli þetta teljist vera annmarki á framkvæmd kosningarinnar? Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans? — þið munið mörg hvers vegna ég spyr.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward