Segir Bolla í Sautján hafa lyft grettistaki í þágu Samfylkingarinnar

„Orðið á götunni er að Bolli í Sautján sé á bak við níðauglýsingarnar um Dag B. Eggertsson sem birtust oft og víða fyrir kosningarnar undir nafni annars manns. Einnig á bak við hliðstæða hrinu níðs fyrir nokkrum árum. Hugsið ykkur,“ segir Björn Birgisson samfélagsrýnir og bætir við að ef Bolli hefði notið sama fé í góðgerðarstarf þá hefði hann unnið sér inn góðan orðstýr:

„Ef frést hefði að Bolli hefði gefið allar milljónirnar sem í þennan viðbjóð fóru til góðs málstaðar væri honum hampað sem góðum manni í stað þess að vera álitinn bjáni með eineltisblæti – og hafa keypt sér það álit!Hvernig virkaði svo eineltisníðið sem ýmsir fjölmiðlar voru svo ósmekklegir að birta, meira að segja RÚV?“

En hvað fékk Bolli svo fyrir peninginn?  Björn telur margt benda til þess að þetta framtak hafi einugis skilað sér í ölítið hærra fylgi Samfylkingarinnar. „Enginn flokkur fékk meira fylgi en Samfylkingin fékk í Reykjavík norður. Þar voru Dagur B. Eggertsson, Þórður Snær Júlíusson, Kristrún Frostadóttir og fleira gott fólk á lista flokksins.  Níðið hitti fyrir þá sem að því stóðu og skutu af sér mannorðið,“ segir Björn og bætir við:

„Svo má geta þess hér að ríkisstyrkta Morgunblaðið er í nokkuð hliðstæðu eineltisstríði við Dag B. Eggertsson, en Dagur er læknir að mennt og gæti kannski af höfðingsskap sínum og samkvæmt læknaeiði boðið sérfræðiaðstoð á ritstjórninni þar sem hennar er þörf.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí