Sigmundur oftar en ekki fjarverandi

„Alltaf þegar mér líður eitthvað illa með framleiðnina hjá mér ætla ég að kíkja á þessa mynd og minna mig á að ég hafi í það minnsta ekki verið fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð á alþingi.“

Þetta skrifar Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og pistlahöfundur, á Facebook en hann vísar í að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi verið fjarverandi allar 162 atkvæðagreiðslur sem haldnar voru á 155. löggjafarþingi Alþingis, sem lauk í vikunni.

Þingið var þó stutt, en þingsetning var 10. september síðastliðinn. Löggjafarþingið þar áður, það 154., var talsvert lengra, sett í september í fyrra og lauk 22. júní á þessu ári. Mæting Sigmundar á það þing var þó varla til fyrirmyndar, en hann þá var hann fjarverandi oftar en ekki.

Þá var hann fjarverandi í 474 atkvæðagreiðslum en samtals voru þær 765 á því löggjafarþingi.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí