„Ég skil alveg að fólki finnist þetta vera miklir fjármunuir“

Sjálfstæðisflokkurinn er þríklofinn vegna samgöngusáttmálans sem kannski er til marks um óvissu og vaxandi efasemdir um framtíðarmála samgöngumála og Borgarlínu. Engin farsæl framtíð liggur fyrir á sama tíma og umferðarkerfið er löngu sprungið á höfuðborgarsvæðinu. Við Rauða borðið í kvöld ræðir Björn Þorláksson við borgarfulltrúana Dóru Björt Guðjónsdóttur og Sönnu Magdalenu Mörtudóttir um þetta.

Afhverju er þetta orðið svona ofboðslega dýrt og hvað erum við að fá í staðinn?

„Það er auðvitað ekki þannig að allir þessir peningar séu að fara í Borgarlínu,“ svarar Dóra Björt og heldur áfram: „Þetta skiptist á milli mismunandi fjárfestinga, í innviðum á höfuðborgarsvæðinu. Ég skil alveg að fólki finnist þetta vera miklir fjármunuir, en það lá alveg fyrir að þær áætlanir sem lá fyrir árið 2019 voru ekki komnar nægilega langt. Þá þurfti að fara yfir það og það er ýmislegt sem hefur breyst í þessu hvernig verkefnin hafa þróast. Þá er gott að taka þetta upp aftur því við viljum á áætlanir séu raunhæfar. En það er bara um 40 prósent af þessu sem er að fara í Borgarlínu. 42 prósent eru að fara í stofnvegafram,kvæmdir. Svo eru hjólreiðar undir þessu, öryggisaðgerðir, ljósastýringaraðgerðir og ýmislegt.“

Viðtalið við þær Dóru Björt og Sönnu Magdalenu má sjá og heyra í heild sinni við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí