Viðrar uppboð á aflaheimildum

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er í hópi þingmanna meirihlutans á Alþingi sem hafa talað undanfarið hvað harðast gegn sjálftöku útgerðarinnar og ægivaldi kvótakónga í þingumræðu um hækkun veiðigjalda.

„Alþingi hefur brugðist í því að tryggja þjóðinni eðlilegan arð af sjávarauðlindinni,“ segir Dagur og bendir á að þjóðin átti að fá þriðjung auðlindarentunnar en síðustu fimm ár hefur þjóðin aðeins fengið 16-18%.

Þingmaðurinn spyr eftirfarandi spurninga:

„Vissir þú að linnulaust hefur verið lobbíerað fyrir því að hola lögin um veiðigjöld að innan til að skapa glufur til að lækka þau, frá því sem var úr tíð ríkisstjórnar Samfylkingarinnar 2009-13?

– vissir þú að þetta ótréttlæti er ein meginástæða þess að auður og völd eru að safnast á allt of fáar hendur á Íslandi?

– fjórar fjölskyldur og eitt Kaupfélag eiga samtals tæpa fimm hundruð milljarða í eigið fé – af þessum sökum – skv. samantekt Frjálsrar Verslunar.“

Dagur vill að þingið taki stöðu með þjóðinni og tryggi henni eðlilegan og miklu stærri hlut af arðinum af auðlindinni. Hann boðar tíðindi:

„Og það verður best gert með uppboði aflaheimilda.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí