Samstöðin sendir út fréttir og umfjöllun meðan fótboltinn rúllar á RÚV

Fjölmiðlar 7. júl 2025

Samstöðin mun hefja útsendingar í kvöld klukkan 19 á meðan Ríkissjónvarpið sendir út fótbolta. Útsendingin verður með breyttu sviði, farið verður yfir fréttir dagsins og síðan rætt um ýmislegt tengt þeim til klukkan 21 þegar fréttir hefjast á Ríkissjónvarpinu.

„Við fórum í sumarfrí eftir maraþonið um daginn þegar við sendum út tæplega 37 tíma þátt,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar. „En við fengum áskoranir um að senda út þjóðmálaumræðu á meðan fótboltinn væri í Ríkissjónvarpinu og munum byrja í kvöld með Rauða borðið· Útsendingin verður á nýjum tíma, klukkan 19, en þá eru vanalegar sagðar fréttir á Ríkissjónvarpinu.

„Við ætlum að leika okkur aðeins með þetta, byrja á fréttayfirliti,“ segir Gunnar Smári. „Við höfum rætt um það okkar á milli að það vanti samhengi í fréttirnar. Við ætlum að reyna að finna það.“

Svona útsending verður frá mánudags- til fimmtudagskvöld fram til 24 júlí, þegar Ríkissjónvarpið byrjar aftur að segja fréttir klukkan 19.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí