Fólk fær á tilfinninguna að pólitík sé hlægilegur skrípaleikur og þingstörf tímaeyðsla

„Eitt af því sem stjórnarandstaðan uppsker með þessu bjánalega málþófi sínu er að draga úr virðingu Alþingis og minnka líkurnar á að fólk, sem vill taka sjálft sig alvarlega, vinna faglega og gæta að samræmi vinnu og fjölskyldulífs, fáist í framboð fyrir stjórnmálaflokkana,“ skrifar Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda á Facebook. „Það þarf ekki að leggja lengi við hlustir til að fá á tilfinninguna að pólitík sé hlægilegur skrípaleikur og þingstörf tímaeyðsla. Þingmenn eru í vinnunni á kvöldin og nóttunni að röfla um ekki neitt, endurtaka sig í sífellu, lesa langar tilvitnanir upp úr skjölum og segja sögur sem eru hæfilega tengdar umræðuefninu í ræðustóli.“

„Fyrir fáeinum árum lögðu nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins fram tillögu til þingsályktunar um Alþingi sem fjölskylduvænan vinnustað“, rifjar Ólafur upp. „Þar var réttilega bent á að jafnréttisstefna Alþingis, þar sem meðal annars er fjallað um jafnvægi vinnu og fjölskyldulífs, næði aðeins til starfsmanna skrifstofu þingsins en ekki til kjörinna fulltrúa. Þingmennirnir vildu skipa starfshóp „með það markmið að stuðla að því að Alþingi verði fjölskylduvænn vinnustaður fyrir þingmenn og starfsmenn.“
Í þingsályktunartillögunni – sem var ekki samþykkt sem þingsályktun, heldur vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar – sagði: „Þingsköp Alþingis skapa ramma um starfsumhverfi þingmanna og með breytingum á þeim má ná því markmiði að gera Alþingi að fjölskylduvænni vinnustað sem henti sem flestum.“ Þetta er góð ábending og full ástæða til að breyta þingsköpum þannig að Alþingi starfi sem mest á venjulegum vinnutíma og tekið verði fyrir málþóf og tilgangslausa kvöld- og næturfundi af því tagi sem við höfum horft upp á undanfarið.“

„Einn af flutningsmönnum tillögunnar var sá ágæti þingmaður Þórarinn Ingi Pétursson. Hann flytur í dag 56. ræðu sína um veiðigjaldafrumvarpið, þá 938. sem haldin er um málið, að frátöldum andsvörum og ræðum um fundarstjórn. Sína 40. ræðu um málið flutti Þórarinn kl 3.49 aðfaranótt 2. júlí. Hæfilega fjölskylduvænt, myndi ég segja,“ skrifar Ólafur Stehensen.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí