Maki krókinn með óbreyttu ástandi í Grindavík

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, Grindvíkingur og blaðamaður á Víkurfréttum, ræðir við Rauða borðið í kvöld á Samstöðinni tengslaspillingu við eftirlit og öryggi í eftirmálum Grindavíkurnáttúruhamfara. Breytingar á mönnun svokallaðrar Grindavíkurnefndar hafi einnig valdið miklum skaða að hans sögn.

Þá telur Sigurbjörn Daði að tilteknir aðilar hafi hagsmuni af því að maka krókinn fjárhagslega með því að tala upp hættu í Grindavík. Þetta hindri að þorpið byggist aftur upp og atvinnulíf blómstri. Tugir miljóna fari mánaðarlega í vasa fyrirtækja vegna eftirlits og meintra öryggismála. Ríkisstjórnin hafi sofið á verðinum. Hann gagnrýnir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og félaga hennar harðlega og heldur fram að lítil sem engin hætta sé í bænum.

Sigurbjörn Daði segir að hann hafi ákveðið að veita Samstöðinni viðtalið fyrst og fremst sem Grindvíkingur en ekki sem blaðamaður. Um mikið hagsmunamál sé að ræða og miklar tilfinningar. Hann hefur skrifað frétt í Víkurfréttir um tengslin og fjárhæðirnar sem vafasöm umsvif kosti ríkið en í viðtalinu í segir hann um hreina spillingu að ræða hvað varðar suma þætti.

Þá segir Sigurbjörn Daði að dauðsfall þar sem maður hvarf í sprungu sé hörmulegt tilfelli og vottar hann aðstandendum samúð. Mögulega hafi röng greining á orsökum fyrst eftir slysið tafið skynsamlega uppbyggingu. Þar sem nokkrir hafi nú réttarstöðu grunaðra í því máli þar sem lögreglan rannsaki hvort mannleg mistök ábyrgðaraðila hafi valdið bana, sé mikið vafamál hvort atvikið sé til marks um hættu á staðnum þótt yfirvöld hafi litið þannig á.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí