Sérsveitin ekki í grunnskólann í Grindavík
Vegna fréttar sem Samstöðin flutti fyrr í dag um að orðrómur væri upp um að Ríkislögreglustjóri ætlaði sér að yfirtaka grunnskólann í Grindavík til æfinga fyrir sérsveitina, segir fulltrúi lögreglunnar að ekkert verði af því. Hins vegar staðfestir lögreglan að Grindavík hafi komið til skoðunar.
Magnús Gunnarsson trillukarl í Grindavík taldi frágengið að grunnskólinn í Grindavík yrði hertekinn sem æfingahúsnæði fyrir sérsveit lögreglu. Engin nýting er í raun á grunnskólahúsinu eftir náttúruhamfarirnar og brottflutning íbúa.
Helena Rós Sturludóttir sem starfar á upplýsingasviði Ríkislögreglustjóra segir að ekkert verði af áformum um að lögreglan hasli sér völl í Grindavík.
„Við leit að æfingasvæði fyrir sérsveitina var Grindavíkurbær meðal annars kannaður. Möguleikinn var skoðaður en aðrir staðir voru valdir til æfinga,“ segir Helena Rós í svari við fyrirspurn Samstöðvarinnar.
Mynd Rúv
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward