Felix lætur Snorra hafa það óþvegið

Samfélagið 27. ágú 2025

Færsla leikarans, söngvarans og dagskrárgerðarmannsins góðkunna, Felix Bergssonar, fer nú um félagsmiðla eins og eldur í sinu. Felix beinir spjótum sínum einkum að Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins.

Samstöðin ræddi í gær í lagahorninu „Réttur er settur“ þau ummæli Snorra að kynin væru aðeins tvö. Gísli Tryggvason lögmaður sagðist telja ólíklegt að þótt transfólki sviði svona orðræða frá þingmanni, myndi hún skila því ávinningi fyrir dómstólum.

Um fordóma og hatur er aftur á móti erfitt að meta áhrif af ummælum þingmannsins Snorra. Felix segir í færslu sinni frá samtali við ameríska konu sem lýsti ofbeldi. Óttast Felix að það sem er að gerast í Bandaríkjunum og beinist gegn konum, samkynhneigðum og transfólki gæti einnig gerst hér.

Í því ljósi endar Felix færslu sína á eftirfarandi orðum:

„Látum tröllin á internetinu vera (þó það sé nógu slæmt) en verra er að einstöku alþingismenn eru farnir að voga sér að skara eld að þeirri eldfimu umræðu með einhverskonar “mér finnst” rökum.

Mér finnst kynin bara vera tvö.

Mér finnst ÍSLENSKAR konur ekki eignast nógu mörg börn.

Mér finnst ekki vera nein hatursorðræða eða bakslag í málefnum hinsegin fólks.

Mér finnst ég vera mjög frjálslynd/ur.

Mér finnst ég mega segja hvað sem ég vil.

Mér finnst þú ekki mega vera það sem þú ert.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí