Allt í einu núna kemur einhver rödd úr hægrinu, sem áður boðaði frelsi einstaklingsins, og segir að fólk geti ekki lifað því lífi sem það kýs að lifa í samræmi við hneigðir sínar.
Þetta sagði Einar Þorsteinsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og lét um leið Stefán Einar þáttastjórnanda Spursmála hafa það í þætti dagsins án þess að mikið yrði um varnir þáttastjórnanda.
Þá gagnrýndi Einar fyrrum kollega sinn á Rúv, Baldvin Þór Bergsson, fyrir lausatök við stjórnun viðtalsins alræmda við Snorra Másson í Kastljósinu, þar sem hallaði á fulltrúa Samtakanna 78.
Alþekkt er að árásir á hópa í viðkvæmri stöðu, svo sem trans fólk, séu hluti af ræðum hægri fólks seinni ár. Þótti Einari skjóta skökku við í ljósi framangreinds og setti hann því það fram sem gilda spurningu hvers vegna margboðað frelsi einstaklingsins til að lifa eigin lífi hefði gufað upp.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.