Skást að flýja Ísland vegna spillingar

Arnaldur Bárðarson prestur ræðir hvort rétt sé að flýja land vegna spillingar.

„Ég er búinn að fá nóg af spillingu og óstjórn,“ skrifar Arnaldur á facebook og spyr áleitinna spurninga:

„Er það ekki tímanna tákn að samtök neytenda fái íbúðarlán bankanna dæmd ólögleg. Niðurstaðan er að helst engir fá lán.“

Þá lýsir Arnaldur fasteignamarkaðinum með nöturlegum hætti:

„Fasteignamarkaður á Íslandi er frumskógur okurs, hafta og glæpamennsku. Merkilegt að orðið stöðugleiki sé til í íslensku því það ástand finnst hvergi á Íslandi. En víkingaskip nútímans, Norræna, er ferðbúið,“ segir Arnaldur sem er mikill hestamaður og gefur til kynna, í gríni eða alvöru, að hestamennska á jóskri heiði sé gáfulegri en að þreyja þorrann hér í hinu gjörspillta Íslandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí