Öfgahægrið í vígaham á Vesturbakkanum

Ofbeldisalda geisar á landtökusvæðum Ísraela á Vesturbakkanum en fjöldi þeirra sem fallið hafa frá áramótum hefur ekki verið jafn mikill á jafn stuttum tíma í áratugi.

15 ára gamall palestínskur piltur Muhammad Nidal Salim var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum sem áttu leið í gegnum þorpið Azzoum í gær.

Atvikið átti sér stað þegar skriðdreki Ísraelsmanna fór í gegnum þorpið og börn og unglingar köstuðu steinum í hann með þeim afleiðingum að hermenn svöruðu steinkastinu með byssukúlum. Salim var skotinn í bakið og tveir aðrir eru særðust. Þar af er annað barn alvarlega sært. Áætlað er að tæplega 70 Palestínumenn þar af 14 börn hafi látið lífið í árásum Ísraela á landtökubyggðir frá áramótum og 13 Ísraelar.

Eftir að Palestínumaður varð tveimur mönnum að bana á Har Bracha, landtökubyggðinni nærri borginni Nablus í lok febrúar lagði ísraelskt landtökufólk eld að híbýlum Palestínumanna og bílum á svæðinu og myrti einn úr þeirra hópi. 400 öfga hægrisinnaðir Ísraelskir landtökumenn réðust á nokkur þorpin m.a. Hawara, myrtu einn og særðu hundruð manna. Landnemarnir brenndu yfir 30 heimili og 100 bíla auk þess sem þeir börðu íbúana með járnrörum og steinum. Sex landnemar voru handteknir í kjölfarið.

Á miðvikudaginn var haft eftir fjármálaráðherra Ísraela Bezalel Smotrich, sem einnig sér um málefni landnema á vesturbakkanum að hann væri þeirrar skoðunar að þurrka ætti Hawara út. „Og mér finnst að Ísraelsríki eigi að gera það” bætti hann við. Zvika Fogel þingmaður og hægri öfgamaður virtist einnig taka ofbeldisöldunni í Hawara fagnandi en þar búa yfir 7 þúsund manns. „Hryðjuverkamaðurinn kom frá Hawara svo Hawara var innsiglað og brennt. Þetta er það sem ég vil sjá og er eina leiðin til að ná fram einhverjum fælingarmætti” er haft eftir Fogel sem bætti svo við “Það á að brenna þorpið til grunna ef herinn gerir ekkert eftir morð eins og þetta.” Flokkur Fogels, er hluti af hægri stjórnar bandalagi Benjamin Netaanyahus.

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins hefur fordæmt ummælin þessara manna, sagt þau ábyrgðarlaus og ógeðsleg.

Um 22 ár eru síðan jafnmargir fórust á jafn stuttum tíma á svæðinu ef horft er á mannfallstölur frá áramótum. Þrátt fyrir að sendinefndir frá Jórdaníu hafi lýst yfir mikilvægi þess að koma í veg fyrir stigmögnun átakanna og stöðva ofbeldið og komu bandarískra hermarskálka til að lægja öldurnar virðist ástandið aðeins stigmagnast.

Samkvæmt mannréttindasamtökunum Yesh Din sem hafa fylgt ofbeldinu á landtökusvæðunum eftir nákvæmlega frá árinu 2005, hefur aðeins 7 % árása af hendi landtökumanna leitt til ákæru og aðeins 3% leitt til dóms.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí