Alþingi þaggar niður í Jóhanni

Meirihluti þingsins greiddi atkvæði gegn því að Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fengi að leggja fram fyrirspurn til forseta þingsins um innihald skýrslu fyrrum ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

Atkvæðagreiðsla um málið fór fram á þinginu seinnipartinn í dag þar sem beiðni Jóhanns var synjað með 28 atkvæðum gegn 14 og fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata var sömuleiðis synjað með 33 atkvæðum gegn þremur en þar sátu sex þingmenn hjá.

Jóhann Páll sagði í fréttum Stöðvar 2 að þetta væru mikil vonbrigði og álitshnekkir fyrir Alþingi. Þá veltir hann því fyrir sér hvað sé verið að fela.

Birgir Ármannsson, forseti þingsins hefur ítrekað synjað þingmönnum um greinargerðina með vísan í að hún sé vinnuskjal Ríkisendurskoðunar og heyri ekki undir Alþingi auk þess að ekki megi leggja fram fyrirspurnir til forseta þingsins nema þær hafi með stjórnsýslu þess að gera.

Jóhann Páll segir atkvæðagreiðsluna hafa gengið brösuglega en henni var frestað í tvígang.

„Á endanum fór það hins vegar þannig að stjórnarmeirihlutinn hlammaði sér svoleiðis á rauða takkann og bannaði mér að spyrja þessara spurninga og það er bara mjög miður” sagði Jóhann en hann telur að þarna hafi verið um hættulegt fordæmi að ræða og misbeytingu á valdi.

Aðeins einu sinni áður í sögu Alþingis hefur það verið lagt í dóm þingmanna hvort þeir fái að bera fram spurningar til þingforseta en það var fyrir 34 árum síðan. Það var árið 1989 þegar Stefán Valgeirsson fékk heimild til að bera fram fyrirspurn sem þingforseti hafði synjað honum um.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí