Kvótann heim

Kvótakerfið til róttækrar skoðunar

Ögmundur Jónasson stjórnar þættinum.

Upptökur

Þættir

Talað tæpitungulaust gegn spillingu og í þágu vistvænna veiða

Talað tæpitungulaust gegn spillingu og í þágu vistvænna veiðaarrow_forward

S01 E011 — 7. jún 2020

Í þættinum er rætt við Ragnar Önundarson, viðskiptafræðing um fiskveðikerfið en hann er talsmaður þess að ýta stórtækum togurum utar og rýma þannig fyrir smábátaveiðum við strendur landsins. Ragnar var ómyrkur í máli um spillingu og yfirgang. Það var Sveinbjörn Jónsson, sjómannaforingi frá Vestfjörðum líka. Hann talar af langri reynslu og miðlar í þættinum – í óbundnu máli og bundnu!

Samtekt Ögmundar og Gunnars Smára

Samtekt Ögmundar og Gunnars Smáraarrow_forward

S01 E010 — 31. maí 2020

Í þessum þætti ræðast þeir við Ögmundur Jónasson og Gunnar Smári Egilsson um stöðuna hvað kvótakerfið áhrærir og fara yfir lög og lagabreytingar, hvernig eignarréttarákvæðin, það er að segja í þágu þjóðarinnar, koma inn í lögin á sínum tíma og hverni reynt er leynt og ljóst að grafa undan þeim, m.a. af hálfu núverandi ríkisstjórnar. Vikið er að nauðsynlegum breytingum á stjórnarskrá og ýmsu öðru sem snerta kvótakerfið.

Gróðasókn á kostnað vistkerfisins er tilræði við framtíðina

Gróðasókn á kostnað vistkerfisins er tilræði við framtíðinaarrow_forward

S01 E009 — 24. maí 2020

Í viðtölum Ögmundar Jónassonar við tvo reynslumikla menn annars vegar Jóhannes Sturlaugsson, líffræðing, með áratuga reynslu af rannsóknum, og Arthúr Bogason, foringja smábátasjómanna um áratugskeið, kemur fram afdráttarlaus krafa um endurmat, að fiskveiðikerfið verði tekið til róttækrar endurskoðunar! AB: það er skrýtin tilfinning að vera á smábát að veiðum úti fyrir ströndinni en á milli þín og lands er stórvirkur togari að veiðum!

Ríkisstjórnin styrkir einkaeignarréttarkröfu stórútgerðarinnar

Ríkisstjórnin styrkir einkaeignarréttarkröfu stórútgerðarinnararrow_forward

S01 E008 — 17. maí 2020

Ögmundur Jónasson rekur ýmis ummæli talsmanna stórútgerðarinnar og rýnir í frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignatengsl í sjávarútvegi. Hann sýnir fram á að í greinargerð með stjórnarfrumvarpi um eignatengsl í sjávarútvegi sé orðalag til þess fallið að stykja eignarréttarkröfur stórútgerðarinnar til sjávaruaðlindarinnar. Furðu má sæta hve andvaralausir fjölmiðlar eru almennt um þennan þátt málsins: Lögin segja eitt, lögskýringar og dómapraxís annað.

Fiskmarkaðir: Lífæð smærri fyrirtækja

Fiskmarkaðir: Lífæð smærri fyrirtækjaarrow_forward

S01 E007 — 3. maí 2020

Í þættinum ræðir Ögmundur Jónasson við reynslumilka menn sem stýrt hafa smærri en mjög öflugum fiskvinnslufyrirtækjum, þá Aðalstein Finsen, eiganda Tor ehf í Hafnarfirði og Albert Svavarsson, sem stýrði Ísfiski í hálfan annan áratug. Þeir segja öfluga fiskmarkaði öllu máli skipta og vera grundvöll jafnræðis í greininni. 

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí