„Niðrandi orðræða sem á ekki að viðgangast á neinum vinnustað, allra síst á ríkisfjölmiðli“

Ólína Kjerúlf þorvarðardóttir , deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, segir að orðræðan í kringum uppsögn Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur úr Kveik vekji upp þá tilfinningu að ekkert hafi breyst í áratugi á fréttastofunni. En sé litið svo á að konur séu heppilegar í að fjalla um blómaskreytingar en karlar ættu að sjá um allt alvarlegra en það. Hún vísar þar í orð sem Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, lét falla um að María Sigrún væri fínn fréttaþulur en verri rannsóknarblaðamaður.

„Það eru ekki „andstæðingar“ RÚV (a.m.k. ekki eingöngu) sem gera athugasemdir við orðræðu yfirmanna fréttadeildarinnar í garð Maríiu Sigrúnar Hilmarsdóttur, þó að þeir leggi málið þannig upp. Gagnrýnin er réttmæt og hún beinist að smættandi ummælum þeirra þess efnis að hæfileikar hennar liggi ekki á sviði rannsóknablaðamennsku þó að hún sé góður fréttalesari. Þetta er niðrandi orðræða. Þetta er kynjuð orðræða og hún á ekki að viðgangast á neinum vinnustað, allra síst á ríkisfjölmiðli,“ segir Ólína á Facebook.

Hún segir sama viðhorf virðast ríkja innan fréttastofunnar og fyrir áratugum. „Við lestur þessara frétta um samskiptin á fréttastofunni milli karlanna og konunnar endurlifði ég í einni sviphendingu tímann min á fréttastofu sjónvarpsins í den, þegar við konurnar þurftum að berjast fyrir hverri einustu frétt sem við „fengum“ að flytja. Já, ég segi „fengum“ því körlunum þótti ekki sjálfsagt að við værum í öðrum fréttum en þeim sem þeir kölluðu „mjúku málin“ og fjölluðu um blómaskreytingar, nýfædd börn og gamalt fólk að dansa. Fréttir af pólitík og stóratburðum – „hörðum fréttirnar“ sem svo voru kallaðar – það voru þeirra mál. Þeir litu ekki svo á að hæfileikar okkar kvennanna lægju þarna, þó við tækjum okkur vel út á skjánum. Sitt hvor tíminn – sama viðhorf. Ég sem hélt að eitthvað hefði breyst á þeim þrjátíu og sjö árum sem liðið hafa …“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí