Umræða fer fram í facebook-hópnum Umhverfis vænar samgöngur á Aklureyri um hvort hvíldarbekkjum á göngustígum í bænum fyrir norðan sé ofaukið, enda séu þeir slysagildra.
Ingimar Eydal sem hefur látið sig umhverfismál miklu varða, segist hafa velt fyrir sér hvort það sé óeðlilegt að setja bekki á göngustíga. Þeir taki drjúga breidd af stígnum þar sem þeir standi oft og ef við bætist plássið undir fætur þeirra sem á bekkjunum sitja, fætur kunni að skaga skaga fram, sé búið að kom upp hindrun á allt að helmingi umferðarpláss á göngu- eða hjólastíg.
„Ég tel þetta slysahættu, því á stígum er mikil umferð gangandi, hjólandi og fólks með hunda og veitir ekki af plássinu enda flestir stígar of mjóir fyrir,“ segir Ingimar.
Hann upplýsir að í gær hafi hann fært fjóra bekki út fyrir stíga. Hann ætli að halda uppteknum hætti í þeim efnum.
„Sama með Hopp hjól, ég hef fært þau þegar þeim hefur verið lagt inn á miðjum stígum,“ segir Ingimar Eydal, sonur tónlistarmannsins góðkunna sem féll fram um aldur fram.
Á höfuðborgarsvæðinu hafa vandamálin sem Akureyringar ræða nú lítið verið til umræðu en reglulega blossar upp umræða um að hjólarar megi fara sér hægar.