Ásakanir um launaþjófnað og skattsvik hjá veitingastaðnum „Italia“ í Reykjavík

Salome Berelidze, sem áður starfaði hjá ítalska veitingahúsinu “Italia” á Frakkarstíg, hefur beint ásökunum að veitingastaðnum og móðurfélaginu, Opera Service ehf, varðandi launaþjófnað og möguleg skattsvik.

Salome deildi reynslu sinni í Facebook-hópnum „Vinna með litlum fyrirvara“, þar sem hún lýsti erfiðleikum sínum við að innheimta laun frá janúar, þegar hún byrjaði hlutastarf á staðnum. Hún hefur ítrekað óskað eftir launaseðlum en segir að einungis hafi henni sýndar tímaskráningar á skjá og aldrei afhent formleg gögn.

Salome lagði fram skjáskot af samskiptum sínum við Elvar Ingimarsson, veitingastjóra, og Björgvin Narfa Ásgeirsson, eiganda fyrirtækisins, þar sem hún hefur ítrekað spurst fyrir um laun sín. Í þessum samskiptum kom fram að Elvar vísað henni til endurskoðanda fyrirtækisins og ráðlagði henni að hafa samband við eigandann, sem reyndist árangurslaust.

Í samtali við Samstöðina núna í morgunsárið staðfesti Salome að hún hafi loksins fengið útborguð útistandandi laun. Að minnsta kosti þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn Opera Service ehf sem Salome hefur verið í sambandi við hafa ekki fengið sín laun borguð. Samstöðin hvetur þá starfmenn til að hafa samband svo við getum sagt þeirra sögu líka og þannig sett þrýsting á að laun verði borguð.

Salome stendur ekki ein í baráttu sinni; aðrir fyrrverandi starfsmenn “Italia” og annars veitingastaðar í eigu Opera Service ehf, “Antico”, hafa einnig stigið fram með kröfur um ógreidd laun. Χριστίνα Μινάι, fyrrverandi starfsmaður, hefur til dæmis haldið því fram að hún eigi inni laun frá apríl.

Viðar Thorsteinsson, fulltrúi Eflingar, hefur boðist til að veita Salome aðstoð í kjölfar innleggs hennar á Facebook hópnum Vinna með litlum fyrirvara.

Elvar viðurkennir að laun hafi ekki verið greidd en kennir tæknilegum vandamálum og auknum launakostnaði um. Hann lofar að launin verði greidd „í dag eða á morgun“ og að unnið sé að lausn málsins. Sagði hann í samtali við Mannlíf.is

Salome hefur einnig haldið því fram að Opera Service ehf greiði hvorki stéttarfélagsgjöld né skatta, en þessar ásakanir hafa ekki verið staðfestar. Þessar ásakanir hafa vakið mikla reiði og fordæmingu á samfélagsmiðlum.

Ásakanirnar gegn “Italia” og Opera Service ehf eru alvarlegar og gætu haft í för með sér lagalegar og orðsporslegar afleiðingar. Málið undirstrikar mikilvægi þess að starfsmenn þekki réttindi sín og leiti réttrar aðstoðar ef þeir telja sig vera misnotaða. Mannlíf.is greindi fyrst frá málinu

Mynd: Elvar Ingimarsson, veitingastjóra, Salome Berelidze, og Björgvin Narfa Ásgeirsson, eiganda fyrirtækisins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí