Segir Bjarna hafa lag á að leysa flókin mál

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að margir hafa tjáð óánægju sína á hinum ýmsu samfélagsmiðlum með að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði aftur forsætisráðherra. En einnig er áberandi hve fáir fagna endurkomu hans. Í það minnsta virðast flestir Sjálfstæðismenn hafa ákveðið að þegja fremur en að stinga niður penna. Meira að segja menn eins og Brynjar Níelsson skrifa frekar færslur um Eurovision en um Bjarna.

Ein undantekning er frá þessu. Hana má finna í leiðara Morgunblaðsins, sem er ómerktur og því líklegt að hann sé skrifaður af Davíð Oddsyni eða meðritstjóra hans Haraldi Johannessen. Þar túlka menn stólaskiptin sem merki um áframhaldandi stöðugleika.

„Ríkisstjórnin hefur setið að mestu óbreytt frá árinu 2017 þegar fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tók við af ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Einstaka mannabreytingar hafa orðið á leiðinni en tiltölulega fáar og ekki þess eðlis að þær hafi breytt miklu um framvindu stjórnarsamstarfsins eða stjórnmálanna. Þá hafa ýmis mál komið upp, sum af mannavöldum en önnur ekki og sum sem rekja má til verka einstakra ráðherra en önnur sem tengjast ytri aðstæðum. Þrátt fyrir slík mál, og þótt sum hafi verið af stærri gerðinni, svo sem heimsfaraldur, náttúruhamfarir og efnahagslegur ólgusjór, má segja að pólitískur stöðugleiki hafi ríkt. Sá stöðugleiki var staðfestur í gær þegar annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur lauk störfum og við tók annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar,“ segir í leiðara Morgunblaðsins.

Í lok leiðarans eru svo helstu kostir Bjarna tíundaðir: „Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur yfirburðaþekkingu á mörgu því sem hafa verður í forgangi á verkefnalista ríkisstjórnar næstu mánuði og misseri. Þá hefur hann mikla reynslu af samstarfi ólíkra flokka og hefur lag á að leysa flókin mál þar sem taka þarf tillit til ólíkra sjónarmiða. Þessir eiginleikar forsætisráðherra, ásamt þeim vilja sem forystumenn og þingmenn allra stjórnarflokkanna hafa sýnt til að ná árangri í áframhaldandi stjórnarsamstarfi, gefa þjóðinni ástæðu til að vonast eftir að farsæl niðurstaða muni fást í þau brýnu mál sem bíða úrlausnar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí