Úkraína gerði árás á sólarströnd á Krímskaga með bandarískum eldflaugum og klasasprengjum

Crimea-beach-attack

Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá:

Stjórnvöld í Rússlandi segja að Úkraínumenn hafi á sunnudag gert eldflaugaárás á Krímskaga (sem Rússar innlimuðu frá Úkraínu árið 2014) með 5 bandarískum ATACMs eldflaugum (Army Tactical Missile System) sem voru útbúnar klasasprengjum. Þeir segja að 4 af þessum eldflaugum hafi verið skotnar niður, á meðan 1 hæfði baðströnd í Sevastopol þar sem almenningur var í sólbaði. 3 óbreyttir borgarar voru drepnir og 124 særðir.

Nýlega uppfærði rússneska utanríkisráðuneytið þessar tölur og segir að 4 hafi látist. Á meðal þeirra látnu voru tveggja ára barn og níu ára stúlka sem voru að leika sér á ströndinni. Þá segir jafnframt að 151 manns hafi verið særðir í árásinni, þar af 82 sem voru lagðir inn á sjúkrahús, þeirra á meðal 27 börn. Margir þeirra særðu eru í lífshættu.

Deilt er um hvort að sólarströndin hafi verið áætlað skotmark árásarinnar eða hvort að eldflaugin sem hæfði ströndina hafi verið kastað af leið vegna tilrauna Rússa til að skjóta hana niður.

Rússneskir fjölmiðlar birtu myndband af árásinni, þar sem sést vel að klasasprengjur voru notaðar:

Breska dagblaðið Metro greindi frá því að á síðasta ári hafi úkraínska varnarmálaráðuneytið birt myndband sem varar rússneska borgara við að fara í frí á sólarströnd á Krímskaga. Myndbandið sýnir óbreytta borgara flýja sprengjur og segir við rússneska áhorfendur: „Við vöruðum ykkur við síðasta sumar“ – „að halda ykkur í burtu (stay away) [frá sólarströndum á Krímskaga]“.

Klasasprengjur

Klasasprengjur (cluster munitions) eru sprengjur sem eru fullar af smærri sprengjum (bomblets) sem er dreift yfir stórt svæði þegar þær springa. Þetta eru svokallaðar „anti-personnel munitions“ sprengjur, þar sem tilgangur þeirra er að vera beitt gegn hermönnum eða fólki, en henta ekki til að vera notaðar gegn mannvirkjum, varnarvirkjum eða brynvörðum farartækjum.

Vestrænir fjölmiðlar hafa áður birt myndefni af notkun Úkraínumanna á klasasprengjum gegn Rússum á vígvellinum í Úkraínu.

The Telegraph:

The Sun:

Klasasprengjur þykja vera mjög vafasöm vopn, sem eru talin hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir almenna borgara á þeim svæðum þar sem þau eru notuð. Margar af litlu sprengjunum springa ekki og verða eftir í jörðinni eins og nokkurskonar jarðsprengjur, sem geta verið virkar áratugum saman og halda áfram að slasa og limlesta óbreytta borgara mörgum árum eftir að stríðsátökunum líkur. Þess vegna hafa 124 ríki skrifað undir samning um bann við notkun klasasprengna.

Fjallað var um klasasprengjur í þætti á Samstöðinni í fyrra, þegar tilkynnt var að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum klasasprengjur. Hægt er að horfa á þáttinn hér. Umfjöllunin um klasasprengjur byrjar á 15 mínútu og 42 sekúndu.

Rússar taka sendiherra Bandaríkjanna á teppið fyrir árásina

Á mánudag kölluðu Rússar sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund í utanríkisráðuneytinu og tóku hann á teppið. Rússar kenna Bandaríkjunum um árásina á Krímskaga (sem Rússar innlimuðu frá Úkraínu árið 2014). Í yfirlýsingu rússneska utanríkisráðuneytisins segir að Lynne Tracy, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, hafi verið tjáð að Washington „beri jafna ábyrgð“ ásamt Kyiv á árásinni, sem er lýst sem „grimmdarverki“. Rússar hafa einnig lýst árásinni sem „hryðjuverkaárás“.

Rússneska varnarmálaráðuneytið útkýrði nánar hvers vegna þeir telja að Bandaríkin séu ábyrg fyrir árásinni. Það er vegna þess, segja þeir, að til þess að miða amerískum ATACMs eldflaugum á sín skotmörk notast Úkraínumenn við upplýsingar frá bandarískum gervihnöttum og ómönnuðum eftirlitsflugvélum (drónum) sem fljúga yfir Svartahafi. Þeir segja að Úkraínumenn geti ekki skotið þessum eldflaugum án aðstoðar bandarískra sérfræðinga sem hjálpa til við að miða þeim, með háleynilegum upplýsingum frá bandarískum gervihnöttum og könnunardrónum.

Yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins líkur á því að vara við að „hefndaraðgerðir muni vissulega fylgja“. Rætt er um hvernig slíkar hefndaraðgerðir muni líta út. Mögulega munu Rússar fara að skjóta niður bandaríska könnunardróna sem fljúga reglulega yfir Svartahafi (á alþjóðlegu hafsvæði, utan landhelgi Rússlands).

Hernaðarsérfræðingurinn Stephen Bryen greindi frá því á Substack að óstaðfestar fregnir hafi borist af því að Rússar hafi nú þegar skotið niður bandarískan RQ-4 Global Hawk dróna yfir Svartahafi, svipaðan og sá sem var notaður til að útvega „targeting data“ fyrir eldflaugarnar sem voru notaðar í árásinni á Krímskaga. Aðrar fregnir segja að dróninn hafi ekki verið skotinn niður, heldur hafi hann snúið aftur til höfuðstöðvar sinnar á Sikiley. Nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort að Rússar fari að skjóta niður bandaríska dróna yfir Svartahafi, eins og þeir hafa talað um að gera, sem hefndaraðgerðir fyrir árásina á Krím. Það myndi vera talsverð stigmögnun á átökunum, og færa þau nær því að vera beint stríð á milli Rússlands og Bandaríkjanna.

Hryðjuverkaárásir í Dagestan

Á svipuðum tíma og eldflaugaárásin á Krímskaga átti sér stað, voru einnig gerðar aðrar hryðjuverkaárásir í Rússlandi, í sjálfstjórnarsvæðinu Dagestan, þar sem vopnaðir hryðjuverkamenn réðust á bænahús, tvær sýnagógur og tvær kirkjur Rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar, drápu 26 manns og særðu 46. Meðal þeirra sem létust eru einn prestur og 5 lögreglumenn sem lentu í skotbardaga við hryðjuverkamennina. BBC og Al Jazeera greina frá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí