Hestamennska flokkuð sem dýraníð

Vaxandi brögð eru að því að hestamenn fái að heyra að þeir fari illa með hross með því að ríða þeim.

Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, vísar í rannsókn sem segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af hestunum á Landsmóti hestamanna sem hefst í dag.

Hún nefnir sérstaklega tölt og skeið og telur að hross sýni oft merki sársauka þegar þeim sé riðið í móti eins og á Landsmóti.

„Undanfarin ár er t.d. orðið algengara að sjá hross í keppni með höfuðið þröngvað niður og að kverkinni þannig þau eiga erfitt með að draga andann eðlilega sem er óviðunandi. Það er nauðsynlegt að spornað sé við þessari þróun. Dýraverndarsamband Íslands vill benda á að sýningar og keppni á hestum á aldrei að vera á kostnað velferðar og heilsu þeirra,“ segir hún í grein á Vísi.

Þá sé á Landsmótinu spiluð hávær tónlist sem skapi streitu fyrir hesta. Oft mikill hávaði í þulum eða vegna fagnaðarláta.

„Hross eru flóttadýr sem í eðli sínu forðast hávaða og hafa mun næmari heyrn en manneskjur.“

Pálmi Gestsson leikari er í hópi þeirra sem segja að ekki komi á óvart að í ljósi breyttra tíma komi upp aukin umræða um að hestamennska sé í sumum hópum talin dýraníð.

„Atvinnumenn í hestamennsku segja mér að þeir hafi þegar orðið varir við þessa umræðu,“ segir Pálmi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí