Mogginn fékk 419 milljónir króna í ríkisstyrk á meðan Samstöðin fékk ekkert

Síðastliðin fjögur ár hafa stjórnvöld lagt um 1.926 milljónir króna að núvirði í styrki til einkarekinna fjölmiðla. Morgunblaðið hefur fengið mest til sín, um 419 m.kr. Næst kemur Sýn með 407 m.kr., Heimildin og forverar hennar með 184 m.kr. á núvirði og Viðskiptablaðið með 124 m.kr.

Samstöðin er eini fjölmiðilinn sem ekki hefur fengið ríkisstyrki. Kerfið er þannig uppbyggt að til að fá styrk á næsta ári þurfa fjölmiðlar að skila inn rekstrarniðurstöðu fyrir árið í fyrra. Fjölmiðilinn sem byrjar 2023 getur því sótt um 2024 og fengið styrk 2025. Og þar sem nýir miðlir byrja litlir og vaxa síðan fá þeir í raun minni aðstoð en aðrir miðlar.

Tökum dæmi. Nýr miðill byrjar 2023 og vex síðan um 75% á ári, sem er ekki óvanalegur vöxtur þess sem byrjar með lítið sem ekkert. Ritstjórnarkostnaður er þá kannski 20 m.kr. fyrsta árið, 35 m.kr. næsta ár og 60 m.kr. þriðja árið. Þá getur miðillinn fengið styrk upp á 25% af fyrsta árinu eða 5 m.kr. Á sama tíma fær eldri miðill sem hefur ekkert vaxið og haft 60 m.kr. ritstjórnarkostnað öll árin þrisvar sinnum meiri styrk eða 15 m.kr.

Þetta eru dæmi um litla miðla. Kerfið hyglir mest þeim sem eru ekki bara gamlir heldur stórir einnig. Mest fá fyrirtæki í eign auðfólks, eins og Morgunblaðið, Viðskiptablaðið og Sýn, sem saman fengu í fyrra meira en helming upphæðarinnar sem var til skipta.

Samstöðin getur í fyrsta lagi fengið styrk á næsta ári. Úthlutunin verður þá byggð á ritstjórnarkostnaði ársins í fyrra þegar umfang dagskrár og efnis var mun minna en verið hefur í ár og miklu minna en stefnir í að verði á næsta ári. Til að vega upp það ójafnvægi sem styrkir ríkisstjórnarinnar valda hefur Samstöðin safnað áskriftum og styrkjum. Gerast má áskrifandi hér: Áskrift. Og styrkja reksturinn með því að leggja inn á söfnunarreikning Alþýðufélagsins, sem á og rekur Samstöðina: Bankanúmer: 1161-26-001669 Kennitala: 550891-1669.

Samstöðinni hefur líka borist áheit. Í aðdraganda forsetakosninga hétu tveir kjósendur á Samstöðina, hétu því að greiða sitthvorn 100 þúsund kallinn til stöðvarinnar ef úrslitin yrðu viðunandi. Þessi áheit bárust síðan Samstöðinni eftir kosningar og er þessu trúheita fólki þakkað fyrir stuðninginn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí