Verkfall sænskra umönnunarstétta stækkar

Svíþjóð – Vårdförbundet og Sveriges Kommuner och Regioner (SKR), hafa ekki náð samkomulagi. Í gær fjölgaði um 1.300 manns í verkfalli Vårdförbundet.

Verkfallið hefur staðið yfir síðan 4. júní á háskólasjúkrahúsunum í Stokkhólmi, Västra Götaland, Skåne, Östergötland, Västerbotten og Örebro. Í gær bættist við Värmland svæðið sem er fjalllendi í miðvesturhluta landsins.

Upphaflega átti aukið verkfallsboð að ná til aukalega 1.900 meðlima en eftir samningaviðræður var boðið alveg blásið af í Västmanland, þetta svæði sem má kalla á íslensku land Vesturmanna. Á því svæði eru 600 félaga sem fara þá ekki í verkfall.

„Við þurftum að bakka í Västmanland. Við tökum ábyrgðina“ segir Sineva Ribeiro, formaður Vårdförbundet.

Hvernig mun verkfall ykkar hafa áhrif á heilbrigðisþjónustuna?

„Það er augljóst að allt sem við gerum hefur áhrif á heilbrigðisþjónustuna. Þeir sjúklingar sem lífsnauðsynlega þurfa á þjónustu að halda munu fá heilbrigðisþjónustu.”

Aðaldeilumálið er stytting vinnuvikunnar. Stéttarfélagið vill styttingu vinnutíma um 75 mínútur á viku, eitthvað sem vinnurekendur segja að sé ekki hægt. Þeir halda því fram að það sé ekki fjárhagslega mögulegt.

Ekki sér fyrir lok þessa verkfalls.

„Það eru stöðug samskipti á milli sáttamiðlara og deiluaðila en við vitum enn ekki hvenær nýtt tilboð kemur frá sáttamiðlara,“ skrifar SKR í tölvupósti til SVT.

„Þeir vilja ekki gefa okkur það sem við krefjumst. Við höfum stefnu varðandi átökin. Við höfum möguleika á að leggja fram boð með 14 daga fyrirvara svo að vinnurekandinn geti fundið lausn,“ segir Ribeiro.

STAÐREYNDIR:

Frá 25. apríl hafa um það bil 68 þúsund meðlimir í Vårdförbundet neitað að vinna yfirvinnu. Á sama tíma var í gildi nýráðningarbann. Banninu var aflétt 4. júní.

Í maí stækkaði Vårdförbundet verkfallsboð sitt til að ná til fimm landssvæða: Stokkhólms, Västra Götaland, Skåne, Östergötland og Västerbotten.

Verkfallið hófst 4. júní og nær til eftirfarandi sjúkrahúsa:

  • Skånes háskólasjúkrahús
  • Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið
  • Karolinska háskólasjúkrahúsið
  • Linköpings háskólasjúkrahús
  • Norrlands-háskólasjúkrahús
  • Danderyds-sjúkrahúsið
  • Söder-sjúkrahús

júní stækkaði verkfallið með fleiri vinnustöðum, þar á meðal heilsugæslustöðvum. Einnig er Värmland-svæðið í verkfalli.

Verkfallið nær til starfsstétta hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, geislalækningahjúkrunarfræðinga og lífefnafræðinga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí