„Þakklát fyrir að fá tækifæri til að styðja við konurnar hér sem eru hetjur í mínum huga“

Þó margir hafi gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að skella skollaeyrum við ástandinu í Palestínu um þessar mundir, þá verður það sama varla sagt um almenna Íslendinga. Margir hafa jafnvel umturnað lífi sínu í þágu þeirra sem minnst mega sín í Palestínu. Einn slíkur Íslendingur er Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.

Rauði krossinn á Íslandi greinir frá því að hún sinni nú sendifulltrúastöfum á Gaza á vettvangssjúkrahúsi Alþjóðaráðs Rauða krossins sem rekin er í samstarfi við 12 Rauða kross landsfélög, þar á meðal Rauða krossinn á Íslandi.

„Í starfi mínu sem ljósmóðir á kvennadeild spítalans þjónusta ég konur í barneignarferlinu, á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu barnsins. Við sinnum einnig konum með vandamál tengt kvensjúkdómum eftir getu. Starfið er krefjandi en ég er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til að styðja við konurnar hér sem eru hetjur í mínum huga“ segir Hólmfríður í samtali við Rauða krossinn, sem bendir þeim sem vilja leggja þessum málstað lið að það sé hægt með framlagi í hjálparsjóð Rauða krossins: 0342-26-12 kt: 530269-2649

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí