Íslenskan notuð sem kúgunartæki á innflytjendur

Innflytjendur 29. sep 2022

„Við verðum að breyta viðhorfi okkar til „ófullkominnar“ íslensku og framkomu okkar við þau sem vilja og reyna að tala málið – sýna þeim skilning og koma til móts við þau í stað þess að leiðrétta þau, gagnrýna málfar þeirra eða skipta yfir í ensku,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson í tlefni af viðtali við Agnieszku Sokolowska við Rauða borðið í gær.

Eiríkur bregst við frásögn Agnieszku af því hvernig íslenskan sé notuð til að halda útlendingum niðri, sífellt sé verið að gera athugasemdir við erlendan hreim, ófullkomnar beygingar o.s.frv. Þannig má þetta ekki vera, skrifar Eiríkur á Facebook.

„Eftir því sem innflytjendum fjölgar verður sífellt mikilvægara að íslenskan sé umfaðmandi en ekki fráhrindandi. Það er mikilvægt fyrir innflytjendur, en það er ekki síður mikilvægt fyrir íslenskuna og íslenskt samfélag. Hlustið á hvað Agnieszka hefur að segja,“ skrifar Eiríkur.

Agnieszka lýsir í raun óbærilegri stöðu sem innflytjendur eru settir í. Fólk heyri sjaldnast hvað innflytjendur segi, heldur séu með athyglina alla á hvernig þeir segja það. Agnieszka upplifir það eins og fólk bíði eftir beygingavillu til að geta leiðrétt málfarið. Það sem hún vill segja kemst aldrei að.

Agnieszka, sem talar fína íslensku, hratt og vel, segist vera leiðrétt oft á dag, eiginlega hvar sem hún kemur. Það sé enginn svo aumur að sá telji sig ekki geta sagt innflytjendum til í málinu. Og Agnieszka er á því að þessi lenska sé kúgunartæki sem notað er til að halda innflytjendum á sínum bás. Og utan samfélagsins.

Ég mun alltaf tala með pólskum hreim, segir Agnieszka, alveg eins og Íslendingur sem flytur til Frakklands á miðjum aldri. Sá mun aldrei ná að tala frönsku eins og þau sem fæddust í Frakklandi og ólust upp á heimilum þar sem franska var töluð. Og ég vil tala með pólskum hreim. Ég er pólsk. En þar sem ég tala með pólskum hreim verð ég aldrei fullgild í íslensku samfélagi. Það verður alltaf komið fram við mig eins og ég sé barnaleg eða vitlaus. Fólk kemur ekki fram við mig sem jafningja.

Agnieszka er móðir og á börn í skólakerfinu. Börnin hennar, sem ekki tala íslensku heima, eru hvött til þess í skólanum að æfa íslenskuna betur. Og þau eru send heim með lesefni og verkefni. Þar sem eru foreldrar sem tala pólsku og líklega takmarkaðri íslensku en börnin. Agnieszka segir að aðgreining innflytjenda frá samfélaginu haldi þannig áfram, flytjist á milli kynslóða.

Og það þarf ekki tungumálið til. Útlend nöfn standi fólki fyrir þrifum á vinnumarkaði, húsnæðismarkaði og hvar sem er. Innflytjndur finni fyrir því alla daga að þeir séu gestir í samfélagi þar sem Íslendingar gangi fyrir. Og íslenskan sé eitt skæðasta vopnið sem er notað til að viðhalda þessu og halda innflytjendum niðri.

Samtalið við Agnieszku má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí