AGS skorar á Truss að draga skattalækkanir til baka

Ríkisfjármál 28. sep 2022

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn AGS skorar á ríkisstjórn Liz Truss að draga skattalækkanir sínar til baka, 45 milljarða punda eftirgjöf á sköttum sem fer að mestu til hinna ríkustu og tekjuhæstu. AGS segir þetta vinna bæði gegn tilraunum Englandsbanka til að vinna gegn verðbólgu og veikja möguleika ríkissjóðs til aðstoða þau heimili sem harðast hafa orðið fyrir kaupmáttarrýrnun vegna orkukreppu og verðbólgu.

Viðbót Kwasi Kwarteng við fjárlögin sem fólu í sér skattalækkanir til hinna betur settu fær hvergi góðar viðtökur. Pundið féll og skuldabréfaálag á ríkisskuldabréf Bretlands rauk upp. Ríkisstjórnin jók hallann á ríkissjóði og kostnaðinn við að fjármagna hann. Matsfyrirtækið Moody’s sendi frá sér viðvörun, sagði að skattalækkanir Kwarteng og Truss gætu fellt lánshæfnismat Bretlands.

Jafnvel helstu kirkjur nýfrjálshyggjunnar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og matsfyrirtækin, hafna endurfæddum Thatcherisma Liz Truss. Hún sigraði leiðtogakjörið með loforðum um skattalækkanir, en svo virðist sem aðeins þau fáu, gömlu og ríku sem velja leiðtoga Íhaldsflokksins trúi enn á þessa stefnu. Þessi hópur klappaði Truss upp á meðan restin af heiminum sé að púa hana niður.

Í yfirlýsingu Alþjóðabankans segir að ríkisstjórn Truss hafi tækifæri til að kynna skárri aðgerðir í fjárlögum næsta árs, aðgerðir sem eru fókuseraðri á þau sem hafa lent í vanda vegna verðbólgunnar í stað þess að auka ráðstöfunarfé hinna best settu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí