Barbara Ehrenreich látinn

Baráttufólk 7. sep 2022

Barbara Ehrenreich lést á fimmtudaginn í síðustu viku, nýorðin 81 árs. Eitt af því marga sem hún fjallaði um um sína daga var dauðinn. Það má skilgreina dauða allra í dag sem einskonar sjálfsmorð, sagði hún. Þegar einhver deyr spyrjum við hvort viðkomandi hafi drukkið, reykt, borðað of mikið, hreyft sig of lítið eins og við gætum í raun sigrað dauðann og hann væri okkur að kenna.

Þetta á sérstaklega við um hin fátæku, sagði Ehrenreich. Þau deyja fyrr vegna þess að þau borðuðu lélega fæðu, fóru ekki nógu oft í ræktina, sinntu ekki heilsunni. Þótt ástæðan fyrir að hin fátæku deyi fyrr sé að þau erfiða meira, slíta sér fyrr út, hafa meiri áhyggjur, geta leyft sér minna … minna frí, minni mat, minni læknishjálp og hafa engan tíma í líkamsrækt vegna þess ef þau eru ekki í vinnunni þá eru þau of þreytt.

Barbara Ehrenreich var alin upp af fólki sem kenndi henni stéttvísi. Hún minntist tveggja reglna sem hún lærði í foreldrahúsum: Aldrei gerast verkfallsbrjótur og aldrei kjósa Repúblikanaflokkinn.

Hún lærði fyrst eðlisfræði, svo efnafræði og skrifaði svo doktorsritgerð um efnafræði ónæmiskerfisins. Hún hefði líklega orðið vísindamaður ef hún hefði ekki kosið að fæða fyrsta barnið sitt á fylkissjúkrahúsi í New York, þ.e. er ekki einkasjúkrahúsi heldur hina veika almenna heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum. Hún segir að þessi reynsla hafi gert sig að femínista, óvirðingin sem fátækum konum var sýnt þarna. Fæðing dóttur hennar var t.d. sett í gang vegna þess að læknirinn vildi komast sem fyrst heim af vaktinni.

Barbara skrifaði margar stórkostlegar bækur um mikilvæg mál, var ótrúlega læs á samfélagið og djörf í umfjöllun sinni um það. Meðal bóka hennar má nefnda The Hearts of Men: American Dreams and the Flight from Commitment, Fear of Falling: The Inner Life of the Middle Class, Dancing in the Streets: A History of Collective Joy, Smile Or Die: How Positive Thinking Fooled America and the World og meistarverk hennar: Nickel and Dimed: On (Not) Getting By in America.

Barbara sagði að tilgangurinn með blaðamennskunni væri að varpa á ljósi á óþarfa þjáningu fólks. Okkur tekst kannski ekki að sigra andstæðinginn á okkar líftíma, sagði hún, en við mundum halda áfram þar til við deyjum. Það er það eina sómasamlega afstaðan.

Undir lok ævi sinnar var hún komin á þá niðurstöðu að hin fátæku þyrftu ekki á málsvörum að halda til að segja sögu sína, þ.e, millistéttarfólki til að matreiða og túlka heldur gæti fólkið sjálft sagt sína sögu. Þetta er ekki ósvipað og Fólkið í Eflingu og kannski skrefi lengra.

Í skjánum hér að ofan má sjá brot úr heimildarmyndinni The American Ruling Class, Valdastéttin í Bandaríkjunum eftir John Kirby þar sem Lewis Lapham ferðast um Bandaríkin með útskriftarnema úr Harvard og Yale og kemur meðal annars á veitingastaðinn þar sem Barbara Ehrenreich vann meðan hún var að skrifa Nickel and Dimed.

Og eftir það heyrum við í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, sem er aðdáandi Barböru.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí