Blóðugur september í kauphöllinni

Kauphöllin 28. sep 2022

Verð hlutabréfa heldur áfram að falla á Íslandi. Í þessari viku hefur verðmæti félaga í kauphöll fallið um 91,7 milljarð króna. Það leggst ofan á lækkun upp á 207,1 milljarð króna í síðustu viku. Samanlagt hefur verðmæti félaganna í kauphöll því fallið um 298,9 milljarða króna á tveimur vikum.

Fögnuðurinn yfir að Ísland hafi verið skilgreint af matsfyrirtækjum sem annars flokks nýmarkaðsríki hefur breyst í örvæntingu. Reiknað hafði verið með að þessi skilgreining myndi ýta undir verð hlutabréfa. En kannski einmitt vegna þessa, að allir reiknuðu með hækkun og margir ætluðu að græða á henni, framkallaði breytingin lækkun. Sem ekki sér fyrir endann á. Kauphöllin er í spíral niður á við.

Lækkunin í þessari viku er orðin 4,4% sem bætist ofan á 9% lækkun vikuna þar á undan. Lækkun hlutabréfa frá 12. september er orðin 13%.

Skýringin á þessari lækkun er ekki alfarið mislukkað brask með bréf vegna fyrirséðrar innkomu svokallaðra index-sjóða á markaðinn, sjóða sem kaupa bréf í öllum félögum í hlutfalli við stærð þeirra á markaði. Frá 12. september hefur Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum fallið um 10%, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 10% líka, en FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur fallið um 13%, eins og sú íslenska.

Bretland skelfur nú í kjölfar tilkynninga ríkisstjórnar Liz Truss um skattalækkanir til hinna ríku og mikinn fjárlagahalla sem verður fjármagnaður með dýrari lánum. Íslenska kauphöllin lætur eins og ástandið á Íslandi sé svipað.

Hér má sjá breytinguna á verðmæti fyrirtækjanna í kauphöll frá 12. september. Hlutfallslega hefur Kvika banki lækkað mest, um 18,6%, en mest verðmæti hafa gufað upp hjá hluthöfum Marel, 74,8 milljarðar króna.

FélagLækkun %Lækkun m.kr.
Kvika banki-18,6%19.419 m.kr.
Marel-17,8%74.788 m.kr.
Sjóvá-Almennar tryggingar-17,5%7.779 m.kr.
Eimskiparfélag Íslands-16,9%17.305 m.kr.
Iceland Seafood International-16,3%4.072 m.kr.
Vátryggingarfélag Íslands-15,1%5.075 m.kr.
Reitir fasteignafélag-14,1%10.684 m.kr.
Origo-14,0%4.350 m.kr.
Arion banki-13,7%37.750 m.kr.
Festi-13,3%9.063 m.kr.
Icelandair group-13,3%10.856 m.kr.
Íslandsbanki-12,4%33.600 m.kr.
Eik fasteignafélag-12,3%5.821 m.kr.
Reginn-11,4%6.563 m.kr.
Brim-10,6%19.560 m.kr.
Skel fjárfestingarfélag-10,3%3.485 m.kr.
Nova klúbburinn-9,0%1.527 m.kr.
Síldarvinnslan-8,1%17.000 m.kr.
Hagar-6,8%5.663 m.kr.
Sýn-6,3%1.074 m.kr.
Ölgerðin Egill Skallgrímsson-4,0%1.263 m.kr.
Síminn-2,7%2.190 m.kr.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí