Indónesía kynnir 5–10 ára „gull-visa“ fyrir auðmenn

Indónesía hefur kynnt til sögunnar nýtt ferli vegabréfsáritana fyrir erlenda fjárfesta, sem landið nefnir „golden visa“ – gyllta vegabréfsáritun. Þetta kom fram í tilkynningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytis landsins á sunnudag. Á þriðjudag kom fram að fyrsti erlendi fjárfestirinn til að fá þetta gullna hlið að Indónesíu er Sam Altman, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins OpenAI.

Vegabréfsáritun í þessum flokki veitir dvalarleyfi til allt að tíu ára, sagði Silmy Karim, yfirmaður innflytjendamála. Fjárfestar sem hyggjast setja á laggirnar fyrirtæki að verðmæti að minnsta kosti 2,5 milljóna dala, eða yfir 300 milljóna króna, geta fengið dvalarleyfi til fimm ára. Tíu ára dvalarleyfi er aðeins veitt þeim sem leggja til tvöfalda þá fjárhæð, eða sem nemur tæpum 700 milljónum króna, í fjárfestingu.

Í frétt Reuters um málið kemur fram að fleiri lönd hafi kynnt til sögunnar hliðstæðan aðgang fyrir fjárfesta á undanliðnum árum, til að laða fjármagn og frumkvöla til landanna.

Aðskilnaðarstefna Íslands er mildari

Íslensk stjórnvöld hafa ekki gengið svo langt í aðskilnaðarstefnu við landamærin eftir efnahag. Þó kynntu stjórnvöld hér til sögunnar sérstaka langtímavegabréfsáritun, við upphaf ársins 2021, fyrir útlendinga með að minnsta kosti milljón króna tekjur á mánuði: ríkisborgarar landa utan EES-svæðisins geta samkvæmt reglugerð sem þá tók gildi dvalist á Íslandi í allt að 180 daga, séu þeir með að minnsta kosti milljón króna tekjur á mánuði. Í umfjöllun Kjarnans um mitt það ár kom fram að 59 manns hefðu þegar komið til landsins á grundvelli þessa nýja leyfis. Langflestir þeirra voru bandarískir ríkisborgarar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí