Marel hefur sent 412 milljarða til money heaven á tæpum tveimur árum

Hálfsársuppgjör Marels var verra en reiknað var með. Við það féll gengi hlutabréfa í félaginu um tæp 3% í morgun. Marel er því 10 milljörðum króna verðminna en í gær. Og hefur lækkað um 412 milljarða frá því í lok ágúst 2021. Síðan þá hefur verðmætið fallið og fallið, lækkað um 55%. Verðmæti Marels hefur fallið meira en þekkst hefur í kauphöllinni frá Hruni. Næstum 18 milljarðar króna hafa týnst í hverjum mánuði síðustu tæpu tvö árin.

Hvert fóru peningarnir? Tja, kannski voru þeir aldrei til, aðeins áætlaðir út frá braski í kauphöllinni. Í lok janúar 2019 va gengi Marel það sama og í dag. Það rauk síðan upp um 122% á næsta eina og hálfa árinu, verðmæti félagsins rauk upp um 122%. Eigendur hlutabréfanna horfðu á verðmæti þeirra rjúka upp. Og svo á það hrapa um 55%, sömu rúmu 412 milljarðarnir sem urðu til þegar verðmiðinn hækkaði hurfu. Svo vitnað sé til Björgólfs Thor Björgólfssonar þá fóru þeir til money heaven, þar sem væntingarfé úr alls konar bólum dvelur.

Eigendur Marel hafa lent í vanda út af þessu. Eyrir Invest, félag feðganna Árna Odds Þórðarsonar og Þórðar Magnússonar, sem er stærst eigandi Marel er í klemmu. En þeir eru ekki blankir, auður þeirra er enn metinn á um 25 milljarða króna en fer hratt minnkandi. Bókfært tap Eyris á síðasta ári var 80 milljarðar króna vegna lækkunar verðmætis Marel.

Fall á bréfunum í Marel hefur líka dregið niður hagnað Landsbankans, sem á stóran hlut í félaginu. En hagnaður bankans er nógur fyrir. Tap vegna Marel er beygla hjá bankanum en alvarleg klessa hjá Eyri.

Uppgjör Marel sýndi minni tekjur og minni hagnað en ráð var fyrir gert og áætlanir um hagnað á árinu voru lækkaðar. Það horfir því ekki vel fyrir þessu fyrirtæki sem fyri skömmu var verðmætasta félagið í kauphöllinni. Alvotech hefur tekið þann sess eftir fall Marel.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí