Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hafnar Alvotech í annað sinn

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir lyfið AVT02 að svo stöddu. Þetta er í annað sinn sem FDA hafnar Alvotech um leyfið. Alvotech, sem tapaði 40 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, þarf nú að leyta að fé til að halda sér á floti. Síðast þegar FDA hafnaði Alvotech féll gengi bréfa í félaginu um 38% á fáeinum dögum. Búast má við að bréfin falli enn meira í verði við opnun markaða í dag.

Í tilkynningu Alvotech kemur fram að vegna fyrirséðra tafa á markaðssetningu AVT02 í Bandaríkjunum ætli Alvotech að hefja undirbúning fjármögnunar til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni félagsins á næstu mánuðum. Fjármögnunarleiðir sem kannaðar verða eru meðal annars hlutabréfaútgáfa, sala á breytilegum skuldabréfum eða önnur tegund lánsfjármögnunar. ATP Holdings ehf., dótturfélag Aztiq sem er stærsti hluthafi Alvotech, hefur lýst yfir við Alvotech að það geri ráð fyrir að leggja fram allt að 13,6 milljörðum króna sem hluta af þeirri fjármögnun.

Aztiq, sem er að mestu í eigu Róbert Wessmann forstjóra Alcotech á um 40% hlut Alvotech. Ekki kemur fram í tilkynningunni hversu mikið fé Alvotech ætlar að afla en sé miðað við að Aztiq leggi til nýrrar fjármögnunar í hlutfalli við eign sína í dag má ætla að stefnt sé að að afla um 34 milljarða króna. Sem miðað við tap á fyrstu mánuðum þessa árs dugar ekki nema um skamma hríð. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa eitthvað keypt af bréfum, bæði beint og í gegnum verðbréfasjóði, en eru ekki meðal stærstu hluthafa.

Gengi bréfa í Alvotech er nú helmingi lægra en var í lok febrúar. Sá sem keypti þá bréf fyrir milljón króna á hálfa milljón eftir. Og líklega mun sá tapa enn meiru þegar markaðir opna í dag.

Ástæður þess að FDA gefur ekki markaðsleyfið eru annmarkar á rannsóknarstöðvum Alvotech í Reykjavík. Leyfi hefur fengist fyrir lyfið í mörgum Evrópulöndum, meðal annars á Íslandi. En Bandaríkjamarkaðurinn er nauðsynlegur fyrir Alvotech. Félagið lifir ekki að óbreyttu án þess að fá tekjur af honum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí