Pútín virkar ekki lengur öruggur og sterkur

Heimspólitíkin 22. sep 2022

Victoria Bakshina, háskólanemi og íslenskukennari, segir að yfirlýsing Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu 300 þúsund manns hafi verið áfall. Bróðir hennar sjái nú fram á að vera sendur á vígvöllinn. Og viðbrögð marga ungra manna voru að reyna að koma sér úr landi. Viðurlög við að koma sér undan herskyldu voru áður sektir en nú geta menn verið dæmdir í tíu ára fangelsi.

Victoria segist ekki getað metið hvort ræða Pútíns og ákvarðanir eigi eftir að draga úr stuðningi við hann eða jafnvel auka hann. Henni hafi komið á óvart í vor hversu mikinn stuðning Pútín hafði. Hún hafi fundið fyrir honum í samtölum sínum við fólkið hennar í Rússlandi og því ekki efast um kannanir sem sýndu að um 84% Rússa studdu Pútín og stríðið, sem þá mátti reyndar ekki kalla stríð heldur aðeins sérstaka hernaðaraðgerð.

En nú má kalla þetta stríð. Pútín lýsti því yfir að Vesturlönd væru komin á árásarstríð gegn Rússlandi og því þyrftu Rússar að verjast. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar segir Victoria að Pútín hafi virkað veikt í ávarpinu. Hann hafi áður alltaf virkað sterkur, eins og hann væri út járni, en nú hafi hann alls ekki birst þannig.

Aðspurð um áhrif viðskiptaþvingana á daglegt líf Rússa sagði Victoria að þau væru lítil hjá hennar fólki sem byggi í Síberíu. En vinir hennar í Moskvu töluðu um verðhækkanir og vöruskort, til dæmis að það vantaði viss lyf.

Samtalið við Victoriu má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí