Stöndum vörð um skólana í dalnum

Borgarmál 30. sep 2022

Á undirskriftarlista á vegum íbúa Laugardals er farið er fram á að borgin bæti aðstöðu nemenda og byggi við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Þetta eru skólar við Laugardal. Undirritaðir eru ósáttir við bráðabirgðarúrræði sem og lausnir sem hafa verið lagðar til af borginni.

Foreldrar barna í Laugarnesskóla sendu neyðarkall árið 2013 um að fjöldi barna sé of mikill miðað við húsnæðið. Börnin hafa verið látin sækja kennslu annarstaðar í borginni og slík úrræði hafa fest sig í sessi, að því er virðist. Íbúar hverfisins hafa einnig bent á skort á fjölnota íþróttahúsi sem nýtist börnum. Mikil bið er eftir leikskólaplássi í Laugardal eins og annarstaðar í borginni. 

Samstöðin hefur áður fjallað um aðstöðu nemenda og kröfur barnafólks og annara íbúa í Laugardal, m.a. í viðtali við Sóleyju Kaldal móður barna í Laugarnesskóla: Laugarnesskóli löngu sprunginn

Hér má skrifa undir kröfur íbúa Laugardalsins: Stöndum vörð um skólana í dalnum

Húsnæðisvandinn herjar á börn

Nemendur Hagaskóla þurfa að sækja hluta af sinni kennslu í Ármúla vegna myglu í húsnæði Hagaskóla. Foreldrarnir segja um mikla röskun á skólastarfinu að ræða. Slökkviliðið hefur kvartað undan því að borgin hafi ekki sótt um leyfi byggingarfulltrúa fyrir framkvæmdum á húsnæði í Ármúla, sem breytt hefur verið fyrir kennslu. Notast er við færanleg gámahús fyrir kennslu í mörgum grunnskólum borgarinnar. 

Borgin hefur markviss viljað auka fjölda íbúa í hverfunum sem fyrir eru. Svo virðist sem að í mörgum tilfellum fylgi ekki samhliða efling á lögbundinni grunnþjónustu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí