Vilja selja alla bankana strax þótt þjóðin vilji það ekki

Bankakerfið 22. sep 2022

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, voru sammála í Dagmálum Morgunblaðsins um að ríkið ætti að selja restina af hlutabréfum sínum í Íslandsbanka og síðan allan hlutinn í Landsbankanum.

Þetta er þvert á vilja þjóðarinnar eins og hann hefur birst í skoðanakönnunum. í könnun sem bankasýslan gerði áður en byrjað var að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka kom fram að mikill minnihluti almennings vildi selja hluti ríkisins í bönkunum. Kannski skiljanlega, þjóðin hefur mjög slæma reynslu af fyrri einkavæðingu bankanna.

Í könnun Maskínu sem gerð var snemma árs í fyrra, áður en fyrstu hlutirnir í Íslandsbanka voru seldir kom fram að meirihlutinn vildi ekki selja. Eini hópurinn sem sýndi meirihluta fyrir sölu voru kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem í þessu máli sem svo mörgum öðrum er á skjön við mikinn meirihluta almennings. Kjósendur Viðreisnar vildu ekki selja, þótt forysta flokksins vildi það.

Og þegar almenningur var spurður í könnun Prósents í vor eftir sölu á stórum hlutum í Íslandsbanka kom fram að mikill meirihluti var andvígur þeirri sölu, 83%. Og aðeins örlítið brot var sátt við þá sölu, 7% almennings.

Þessi skýra afstaða almennings sem birst hefur árum saman hefur lítil áhrif á stjórnmálafólkið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí