Vilja selja alla bankana strax þótt þjóðin vilji það ekki

Bankakerfið 22. sep 2022

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, voru sammála í Dagmálum Morgunblaðsins um að ríkið ætti að selja restina af hlutabréfum sínum í Íslandsbanka og síðan allan hlutinn í Landsbankanum.

Þetta er þvert á vilja þjóðarinnar eins og hann hefur birst í skoðanakönnunum. í könnun sem bankasýslan gerði áður en byrjað var að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka kom fram að mikill minnihluti almennings vildi selja hluti ríkisins í bönkunum. Kannski skiljanlega, þjóðin hefur mjög slæma reynslu af fyrri einkavæðingu bankanna.

Í könnun Maskínu sem gerð var snemma árs í fyrra, áður en fyrstu hlutirnir í Íslandsbanka voru seldir kom fram að meirihlutinn vildi ekki selja. Eini hópurinn sem sýndi meirihluta fyrir sölu voru kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem í þessu máli sem svo mörgum öðrum er á skjön við mikinn meirihluta almennings. Kjósendur Viðreisnar vildu ekki selja, þótt forysta flokksins vildi það.

Og þegar almenningur var spurður í könnun Prósents í vor eftir sölu á stórum hlutum í Íslandsbanka kom fram að mikill meirihluti var andvígur þeirri sölu, 83%. Og aðeins örlítið brot var sátt við þá sölu, 7% almennings.

Þessi skýra afstaða almennings sem birst hefur árum saman hefur lítil áhrif á stjórnmálafólkið.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí