Arion banki er sagður hafa brotið lög sem eiga að sporna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ítrekað og með margvíslegum hætti. RÚV greinir frá þessu og fullyrðir að brotin varði áhættumat bankans vegna þessa þátta, líkt og það er orðað.
RÚV hefur eftir fjármálaeftirliti Seðlabankans að brotin séu mörg og varði grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Brotin sé einnig alvarleg og sum þeirra ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins fyrir fjórum árum.
Þetta niðurstaða rannsóknar eða „athugunar“ fjármála fjármálaeftirlits Seðlabankans sem hófst í júní í fyrra. Stuttu síðar, eða í ágúst fyrir ári, lýsti bankinn sig viljugan til að ljúka málinu með sátt. Bankinn gengst við brotum sínum og þarf að greiða 585 milljónir í sekt
Fjármálaeftirlit Seðlabankans hóf athugun sína í júní í fyrra og 31. ágúst sama ár lýsti bankinn sig viljugan til að ljúka málinu með sátt. Málið telst nú upplýst að fullu og því hægt að ljúka því. Arion banki gengst við brotum sínum. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.