Arion banki braut lög gegn peningaþvætti – Þarf að borga 585 milljónir í sekt.

Arion banki er sagður hafa brotið lög sem eiga að sporna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ítrekað og með margvíslegum hætti. RÚV greinir frá þessu og fullyrðir að brotin varði áhættumat bankans vegna þessa þátta, líkt og það er orðað.

RÚV hefur eftir fjármálaeftirliti Seðlabankans að brotin séu mörg og varði grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Brotin sé einnig alvarleg og sum þeirra ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins fyrir fjórum árum.

Þetta niðurstaða rannsóknar eða „athugunar“ fjármála fjármálaeftirlits Seðlabankans sem hófst í júní í fyrra. Stuttu síðar, eða í ágúst fyrir ári, lýsti bankinn sig viljugan til að ljúka málinu með sátt. Bankinn gengst við brotum sínum og þarf að greiða 585 milljónir í sekt

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hóf athugun sína í júní í fyrra og 31. ágúst sama ár lýsti bankinn sig viljugan til að ljúka málinu með sátt. Málið telst nú upplýst að fullu og því hægt að ljúka því. Arion banki gengst við brotum sínum. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí