Bankarnir mega ekki breyta vöxtum eftir geðþótta

Niðurstaða EFTA dómstólsins er afdráttarlaus hvað varðar Vaxtamálið svokallaða. Dómstóllinn kvað upp dóm sinn í dag og er hann lántökum í hag. Áður höfðu Héraðsdómur Reykjaness og Reykjavíkur falið dómnum að túlka Evróputilskiptanir varðandi lán til neytenda sem bera breytilega vexti. Þetta þýðir að bönkum er ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og núverandi skilmálar bankanna uppfylla ekki skilyrði um skýrleika.

Neytendasamtökin hafa haldið málinu á lofti en þau vekja sérstaklega athygli á eftirfarandi í dómnum:  

„Var talið að orðalag eins og það sem birtist í skilmálunum sem til umfjöllunar eru í málunum, eins og „vextir á markaði“ og „breytingar á fjármögnunarkostnaði bankans“ sé ekki gagnsætt, jafnvel þótt það sé málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Einnig mælir það gegn skýrleika samningsskilmálanna sem deilt er um að þeir hafi að geyma hugtakið „meðal annars“. Eðli málsins samkvæmt gerir hugtakið ráð fyrir að tekið sé tillit til viðmiða sem neytandi þekkir ekki til við gerð samningsins.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí