Niðurstaða EFTA dómstólsins er afdráttarlaus hvað varðar Vaxtamálið svokallaða. Dómstóllinn kvað upp dóm sinn í dag og er hann lántökum í hag. Áður höfðu Héraðsdómur Reykjaness og Reykjavíkur falið dómnum að túlka Evróputilskiptanir varðandi lán til neytenda sem bera breytilega vexti. Þetta þýðir að bönkum er ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og núverandi skilmálar bankanna uppfylla ekki skilyrði um skýrleika.
Neytendasamtökin hafa haldið málinu á lofti en þau vekja sérstaklega athygli á eftirfarandi í dómnum:
„Var talið að orðalag eins og það sem birtist í skilmálunum sem til umfjöllunar eru í málunum, eins og „vextir á markaði“ og „breytingar á fjármögnunarkostnaði bankans“ sé ekki gagnsætt, jafnvel þótt það sé málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Einnig mælir það gegn skýrleika samningsskilmálanna sem deilt er um að þeir hafi að geyma hugtakið „meðal annars“. Eðli málsins samkvæmt gerir hugtakið ráð fyrir að tekið sé tillit til viðmiða sem neytandi þekkir ekki til við gerð samningsins.“