53-107% dýrara að kaupa hráefnið í pakka frá Eldum rétt

Auðvaldið 18. okt 2022

Í greinargerð Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Hafa á Eldum rétt kemur fram að viðskiptavinir borga allt að tvöfalt meira fyrir hráefnið i pökkum frá fyrirtækinu en í netverslun. Með því að kaupa hráefnið beint gætu þeir keypt tvöfalt meira.

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Haga á matarpakkafyrirtækinu eftir að hafa hafnað því fyrst. Eftir andmæli Haga og Eldum rétt dró Samkeppniseftirlitið úrskurð sinn til baka og samþykkti samrunann þrátt fyrir að Hagar séu með markaðsráðandi stöðu á matvörumarkaði.

Þetta er orðið vanaleg afgreiðsla hjá Samkeppniseftirlitinu. Fyrst hafnar það samruna en samþykkir svo eftir andmæli. Í skjóli þessa hafa Hagar vaxið í upp, fyrst með samruna Bónus og Hagkaupa á sínum tíma, svo með kaupum á birgum og heildsölum, kaupum á bensínstöðvum og allskonar, og nú matarpakkafyrirtæki. Fyrirtækjum sem almenningur skiptir við fækkar og þau stækka með samruna, þegar hin stóru kaupa upp samkeppni.

Í samantekt Samkeppniseftirlitsins kemur fram hversu miklu meira viðskiptavinir borga fyrir hráefnið í pökkunum frá Eldum rétt. Fólk fær hráefni í pakkanum og mataruppskrift. Samkeppniseftirlitið verðmetur ekki mataruppskriftina enda eru uppskriftir verðlausar, milljónir af uppskriftum aðgengilegar á netinu.

Samkeppniseftirlitið bar saman verðið hjá Eldum rétt og verð á hráefninu í vefverslun Krónunnar.

PakkiKrónanEldum réttVerð-
munur
Pakki 16.547 kr.9.990 kr.53,0%
Pakki 24.837 kr.9.990 kr.107,0%
Pakki 35.716 kr.9.990 kr.75,0%
Meðaltal5.700 kr.9.990 kr.78,0%

Eins og sjá má borgar fólk umtalsvert mikið fyrir að láta pakka hráefninu sérstaklega og stinga með uppskrift.

Myndin er af stjórnendum Haga og Eldum rétt þegar tilkynnt var um kaup Haga á fyrirtækinu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí