70% af villtum lífmassa horfinn á hálfri öld

Umhverfismál 13. okt 2022

Í nýrri skýrslu Alþjóða dýralífssjóðsins, World Wildlife Fund, kemur fram að frá 1970 hefur um 70 prósent af viltu dýralífi horfið vegna ágengni mannsins á náttúruna. Verst er ástandið í Suður-Ameríku og Karíbahafinu þar sem 94 prósent dýralífs hefur horfið. Til að stöðva eyðingu lífs þarf stórfelldar aðgerðir strax.

Líffræðilegur fjölbreytileiki er forsenda fyrir velferð mannsins, segir í skýrslunni. En við erum að glata þessu á ógnarhraða. Milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu. Við höfum misst helming kóralla heimsins. Og missum skóglendi á stærð við 27 fótboltavelli á hverri mínútu.

Ósjálfbær framleiðsla matvæla spillir og eyðileggur umhverfi og náttúru. Matvælaframleiðsla hefur valdið 70% af tapi líffræðilegs fjölbreytileika og 50% af eyðileggingu ferskvatns. Matvælaframleiðslan er einnig völd að um 30% af allri losun gróðurhúsalofttegunda.

Í skýrslunni segir að til að stöðva þessa þróun þurfi að koma til róttækar breytingar á því hvernig við framleiðum mat og notum orku. Ef ekkert er gert mun líffræðilegur fjölbreytileiki halda áfram að hrynja með hryllilegum afleiðingum. Með umfangsmikilli vernd náttúru og umbreytingu framleiðslu og neyslu til sjálfbærni er enn von til þess að hnignunin stöðvist og okkur takist að endurheimta náttúruna sem er forsenda þess að við getum lifað. En til þess þarf að grípa til aðgerða strax, segir í skýrslunni.

Hér má nálgast vef skýrslunnar og skýrsluna sjálfan: The Living Planet Report 2022.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí